Sveitarstjórnarkosningar 2022

Málsnúmer 2022030876

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3509. fundur - 12.04.2022

Tekið fyrir erindi dagsett 8. apríl 2022 frá Svavari Pálssyni sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna sveitarstjórnarkosninga.

Samkvæmt 69. gr. laga nr. 112/2021 er atkvæðagreiðsla utan kjörfundar heimil í húsnæði á vegum sveitarfélags, enda skuli sýslumaður að ósk sveitarstjórnar skipa kjörstjóra til að annast atkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn þarf því að óska eftir því við sýslumann að skipa kjörstjóra í Hrísey og Grímsey.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að óska eftir því við Sýslumanninn á Norðurlandi eystra að skipa kjörstjóra í Hrísey og Grímsey vegna sveitarstjórnarkosninga 2022. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Önnu Maríu Sigvaldadóttur sem kjörstjóra í Grímsey og Guðrúnu J. Þorbjarnardóttur sem kjörstjóra í Hrísey.

Bæjarráð - 3767. fundur - 13.04.2022

Lagt fram erindi dagsett 4. apríl 2022 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 14. maí nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarbæ verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Lagt er til að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og að í Grímsey verði kjörstaður í Grímseyjarskóla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, einn í Hrísey og einn í Grímsey. Þá hefur kjörstjórn ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.

Bæjarstjórn - 3512. fundur - 07.06.2022

Lögð fram greinargerð kjörstjórnar Akureyrar dagsett 15. maí vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí sl.
Halla Björk Reynisdóttir las upp greinargerð kjörstjórnar svohljóðandi:


Akureyri, 15. maí 2022.

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar

Geislagötu 9

600 Akureyri


Efni: Greinargerð kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022.

Samkvæmt 119. gr. laga nr. 112/2021 er nýkjörinni bæjarstjórn Akureyrarbæjar hér með send greinargerð yfirkjörstjórnar Akureyrarbæjar vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga.

Kjörstjórn kom fyrst saman miðvikudaginn 9. mars 2022 í fundarherbergi í ráðhúsi til að ræða undirbúning sveitarstjórnarkosninga, sem fram fóru 14. maí sl. Kjörstjórnin var þar með komin formlega til starfa fyrir kosningarnar. Alls hélt kjörstjórn 15 formlega fundi vegna kosninganna, en kjörstjórn hyggst halda fund til að fara yfir kosningarnar.

Úrslit kosninganna voru þau að:

B-listi Framsóknarflokksins hlaut 1550 atkvæði og tvo menn kjörna.

D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 1639 atkvæði og tvo menn kjörna.

F-listi Flokks fólksins hlaut 1114 atkvæði og einn mann kjörinn.

K-listi Kattaframboðsins hlaut 373 atkvæði og engan mann kjörinn.

L-listi L-listans, lista fólksins hlaut 1705 atkvæði og þrjá menn kjörna.

M-listi Miðflokksins hlaut 716 atkvæði og einn mann kjörinn.

P-listi Pírata hlaut 280 atkvæði og engan mann kjörinn.

S-listi Samfylkingarinnar hlaut 1082 atkvæði og einn mann kjörinn.

V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hlaut 661 atkvæði og einn mann kjörinn.

Alls kusu á kjörstað 7590 kjósendur og utan kjörfundar kusu 1832 kjósendur, eða alls 9422 sem gerir 64,14% kjörsókn, en á kjörskrá voru á kjördag 14688 kjósendur í Akureyrarbæ. Auðir atkvæðaseðlar voru 282 og ógildir voru 20.

Kjörfundur í Akureyrarbæ gekk vel, en kosið var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, á Akureyri og í Hrísey og í Grímsey. Kjörfundur hófst klukkan 9:00 og lauk honum klukkan 22:00, en talningu atkvæða var lokið klukkan 04:02.

Kjörstjórn þakkar starfsmönnum Akureyrarbæjar, undirkjörstjórnum, talningarfólki sem og öllum öðrum sem að kosningunum komu fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar að lokum nýkjörinni bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum.

F.h. Yfirkjörstjórnar Akureyrarbæjar,

Helga Eymundsdóttir