Bæjarstjórn

3494. fundur 18. maí 2021 kl. 16:00 - 17:15 Hamrar í Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Andri Teitsson
  • Hlynur Jóhannsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Gunnar Gíslason
  • Heimir Haraldsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021 - viðauki

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. maí 2021:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 2 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 2 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Norðurorka hf. - beiðni um ábyrgð Akureyrarbæjar vegna lántöku 2021

Málsnúmer 2021050245Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. maí 2021:

Lagt fram erindi dagsett 5. maí 2021 frá Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku hf. þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær veiti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Norðurorku að upphæð 600 milljónir króna til allt að 20 ára. Lánið er tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 600.000.000 til allt að 20 ára í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin heldur gildi ef skilmálum lánasamnings er breytt til hagsbóta fyrir Norðurorku. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006 og uppfyllir skilyrði um græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut í Norðurorku til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns og breytinga á skilmálum lánasamnings sem eru til hagsbóta fyrir Norðurorku.

3.Reglur Akureyrarbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021

Málsnúmer 2020100143Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 12. maí 2021:

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. maí 2021:

Lögð fram drög að breytingu á reglum Akureyrarbæjar um sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Heimir Haraldsson kynnti breytingarnar. Auk hans tók Eva Hrund Einarsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðar breytingar á reglum Akureyrarbæjar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021.

4.Miðbær - uppfærsla deiliskipulags

Málsnúmer 2017010274Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. maí 2021:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar. Tillagan var auglýst 10. mars með athugasemdafresti til 21. apríl 2021 og er hún lögð fram ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum frá Vegagerðinni, Minjastofnun og hverfisnefnd Oddeyrar. Er tillagan lögð fram með minniháttar breytingum til að koma til móts við efni innkominna athugasemda og umsagna auk þess sem fyrir liggur tillaga að svörum við athugasemdum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með minniháttar breytingum auk þess að samþykkja tillögu að svörum við athugasemdum.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögur skipulagsráðs. Auk hans tók Sóley Björk Stefánsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar, með minniháttar breytingum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að svörum við athugasemdum.

5.Starfsáætlanir ráða 2021 - velferðarráð

Málsnúmer 2021011839Vakta málsnúmer

Starfsáætlun velferðarráðs fyrir árið 2021 kynnt og rædd.

Heimir Haraldsson kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Andri Teitsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Heimir Haraldsson.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2021010534Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 7. maí 2021
Bæjarráð 6. og 12. maí 2021
Frístundaráð 5. maí 2021
Fræðsluráð 3. maí 2021
Kjarasamninganefnd 7. maí 2021
Skipulagsráð 12. maí 2021
Stjórn Akureyrarstofu 6. maí 2021
Umhverfis- og mannvirkjaráð 30. apríl og 7. maí 2021
Velferðarráð 5. maí 2021

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 17:15.