1. Kosning forseta bæjarstjórnar.
Við kosningu forseta hlaut bæjarfulltrúi Geir Kristinn Aðalsteinsson 6 atkvæði, 5 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Geir Kristinn Aðalsteinsson réttkjörinn forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnar Geir Kristinn Aðalsteinsson tók nú við fundarstjórn.
2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Við kosningu 1. varaforseta bæjarstjórnar hlaut bæjarfulltrúi Hermann Jón Tómasson 6 atkvæði, 5 seðlar voru auðir.
Lýsti forseti Hermann Jón Tómasson réttkjörinn sem 2. varaforseta.
3. Kosning 2ja skrifara bæjarstjórnar og 2ja til vara.
Fram kom tillaða með nöfnum þessara aðalmanna:
Hlín Bolladóttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Varamenn:
Inda Björk Gunnarsdóttir
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
Þar sem ekki komu fram fleiri nöfn en kjósa átti um, lýsti forseti þetta fólk réttkjörið.