6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 11. ágúst 2010:
Tillaga að deiliskipulagi reitsins var auglýst í Lögbirtingarblaði og Dagskránni, frá 23. júní 2010 með athugasemdarfresti til 4. ágúst 2010. Engin athugasemd barst.
Umsagnir bárust frá:
1) Fornleifavernd ríkisins, dags. 2. júní 2010. Engar athugasemdir eru gerðar.
2) Hamri, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta, dags 7. júlí 2010. Engar athugasemdir eru gerðar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar dags. 29. júní 2010.