Málsnúmer 2014090264Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. júní 2015:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Búðargils og deiliskipulagi Innbæjar var auglýst í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni þann 29. apríl með athugasemdafresti til 10. júní 2015. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarbæjar, í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða var auglýst aðalskipulagsbreyting fyrir frístundabyggðina við Búðargil. Engin athugasemd barst.
Þrjár umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dagsett 13. maí 2015.
Væntanlegar nýbyggingar virðast vera þétt við regnvatnslögn á suðurenda svæðisins. Þurfi að færa lögnina ber sá kostnaðinn er óskar eftir breytingunni. Einnig er bent á að komi til þess að styrkja verði lagnir á svæðinu, lendir sá kostnaður á lóðarhafa.
2) Sjúkrahúsið á Akureyri, dagsett 20. maí 2015.
Engin athugasemd er gerð.
3) Minjastofnun Íslands, dagsett 15. júní 2015.
Engin athugasemd er gerð en athygli er vakin á lögum um menningarminjar.
Skipulagsnefnd tekur undir ábendingu Norðurorku varðandi hugsanlega færslu á lögnum og að afleiddur kostnaður skuli greiddur af lóðarhafa.
Aðrar umsagnir gefa ekki tilefni til svars.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillögurnar verði samþykktar og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 2. júní 2015.
Preben Jón Pétursson Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.
Í upphafi fundar bauð formaður Preben Jón Pétursson velkominn á hans fyrsta fund í bæjarráði.