Málsnúmer 2013120098Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 5. maí 2014:
Lögð að nýju fyrir skýrsla um álag í leikskólum en afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.
Í skýrslunni eru eftirfarandi tillögur til úrbóta lagðar fram:
- Afleysingahlutfall verði aukið úr 7% í 8,33% líkt og það var árið 2008.
- Heimilt verði að ráða strax í stöður vegna langtímaveikinda.
- Gerð verði úttekt á hljóðvist í öllum leikskólum Akureyrar með tilliti til húsnæðis, skipulags og fjölda barna á hverri deild eða í hverju rými.
- Gerð verði úttekt á vinnuaðstöðu og aðbúnaði í leikskólum Akureyrar.
- Gripið verði til aðgerða til heilsueflingar meðal starfsfólks og komið á fót heilsueflingarráði í hverjum skóla líkt og fram kemur í velferðarstefnu Akureyrar.
- Gripið verði til beinna aðgerða í þeim tilgangi að hvetja starfsfólk til hreyfingar s.s. með föstum greiðslum.
- Skráning forfalla verði bætt svo hægt verði að greina betur hvers eðlis þau eru.
- Við hönnun leikskóla verði gert ráð fyrir meira rými á hvert barn en nú er raunin og tryggð verði góð vinnuaðstaða.
- Akureyrarbær beiti sér fyrir því að hluti undirbúningstíma verði bundinn við hverja deild/leikskóla en ekki eingöngu hvern leikskólakennara.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur til úrbóta. Skólanefnd leggur til við bæjarráð að fjárveitingar til leikskóla verði auknar, á þessu fjárhagsári, um kr. 6.000.000 svo hækka megi afleysingaprósentu í leikskólum úr 7% í 8,33% frá og með 1. ágúst 2014 og kr. 7.500.000 frá 1. júní 2014, til að mæta því að geta ráðið strax inn afleysingu þegar fólk fer í langtímaveikindi.
Skólanefnd samþykkir að fela leikskólafulltrúa að vinna að öðrum úrbótatillögum í samráði við skólastjóra leikskólanna.
Skólanefnd þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti í forföllum Ólafs Jónssonar.