Bæjarráð

3383. fundur 26. september 2013 kl. 09:00 - 10:37 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson varaformaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista boðaði forföll, varamaður mætti ekki.

1.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2013/2014

Málsnúmer 2013090135Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 11. september 2013 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Umsóknarfrestur er til 30. september 2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.

 

Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:

 

Alþingi samþykkti þann 25. júní sl. að Byggðastofnun skuli næstu fimm fiskveiðiár hafa til ráðstöfunar aflaheimildir til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Bæjarráð harmar þá ákvörðun Byggðastofnunar að taka ekki tillit til Hríseyjar og Grímseyjar þegar ákveðið var að auglýsa eftir samstarfsaðilum um nýtingu þessara aflaheimilda.

Hrísey og Grímsey standa frammi fyrir miklum vanda t.d. fólksfækkun m.a. vegna samdráttar og skorts á aflaheimildum. Byggðalögin eru fámenn, atvinnutækifærin fá og byggist búseta þar að stórum eða öllum hluta á sjávarútvegi. Hrísey og Grímsey eru sem slíkar sérstök atvinnusvæði þótt þær og Akureyrarbær hafi sameinast í eitt sveitarfélag þar sem ekki er auðvelt eða mögulegt fyrir íbúa að sækja vinnu út fyrir svæðið.

 

Bæjarráð samþykkir framlagða bókun. 

2.Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri - tilnefning fulltrúa 2013

Málsnúmer 2013090188Vakta málsnúmer

Erindi dags. 16. september 2013 frá Ásdísi Evu Hannesdóttur framkvæmdastjóra Norræna félagsins þar sem óskað er eftir tilnefningu Akureyrarkaupstaðar í stjórn Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri. Tilnefning Akureyrarkaupstaðar óskast send Norræna félaginu fyrir 10. október 2013.

Bæjarráð tilnefnir Hólmkel Hreinsson sem aðalmann og Maríu Helenu Tryggvadóttur sem varamann í stjórn Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013020001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 808. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13. september 2013.

4.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2013

Málsnúmer 2013090231Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17. september 2013 frá innanríkisráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 2. október 2013 kl. 16:00 á Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

5.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 70. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 18. september 2013. Fundargerðina má finna á slóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

Bæjarráð vísar 1. og 12. lið til framkvæmdadeildar, 3. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, 2., 4., 5., 6., 7., 8., 9., 10., 11., 13. og 14. liður lagðir fram til kynningar í bæjarráði,

6.Glerárdalur - vatnsaflsvirkjun Fallorku ehf

Málsnúmer 2013030045Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur Fallorku ehf við Akureyrarbæ um virkjun í Glerá.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri viku af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna stjórnarsetu í Fallorku ehf.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

 

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég hef lengi verið eindreginn talsmaður virkjunar í Glerá og hef flutt um það margar tillögur í bæjarráði.  Ég fagna því þessari tímabæru framkvæmd.  Um leið vil ég lýsa yfir ánægju minni með vel útfærða tillögu að virkjun sem samræmist vel samþykkt bæjarstjórnar um fólkvang á Glerárdal og nær að samþætta gott aðgengi allra íbúa að dalnum og arðbæra nýtingu grænnar orku.

7.Önnur mál

Málsnúmer 2013010046Vakta málsnúmer

Dómsmál Eyktar gegn Akureyrarbæ tekið til umræðu.

Fundi slitið - kl. 10:37.