Aðal- og deiliskipulag Glerárdals - vatnsaflsvirkjun samkvæmt "efri kosti"

Málsnúmer 2013030045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3357. fundur - 14.03.2013

Erindi dags. 5. mars 2013 frá Andra Teitssyni framkvæmdastjóra Fallorku ehf þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær taki afstöðu til breytingar á aðal- og deiliskipulagi Glerárdals og hefji þá vinnu með það fyrir augum að Fallorku ehf verði heimilað að reisa þar 3,3 MW vatnsaflsvirkjun samkvæmt "efri kosti".
Andri Teitsson mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir málið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu sinnar í Fallorku ehf.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Halla Björk Reynisdóttir ásamt Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra og Jóni Braga Gunnarssyni hagsýslustjóra, sem einnig eiga sæti í stjórn Fallorku ehf, viku af fundi við afgreiðslu málsins.

  

Bæjarráð þakkar Andra fyrir kynninguna.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra og Oddi Helga Halldórssyni bæjarfulltrúa að fara í viðræður við forsvarsmenn Fallorku ehf um virkjunarkosti í Glerá og framkvæmdir því tengdu.

Bæjarráð vísar málinu að öðru leyti til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd - 154. fundur - 20.03.2013

Erindi dagsett 5. mars 2013 frá Andra Teitssyni framkvæmdastjóra Fallorku, þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær taki afstöðu til breytingar á aðal- og deiliskipulagi Glerárdals og hefji þá vinnu með það fyrir augum að Fallorku ehf. verði heimilað að reisa þar 3,3 MW vatnsaflsvirkjun samkvæmt "efri kosti".
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 14. mars 2013 og tók jákvætt í erindið en vísaði því að öðru leyti til skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til vinnuhóps um vinnslu fólkvangs á Glerárdal og að unnin verði breyting á aðalskipulagi sem taki mið af hugmyndum um virkjun. Í framhaldinu verði skipulagsstjóra falið að láta vinna tillögu að deiliskipulagi Glerárdals vegna fyrirhugaðrar virkjunar og annarra mannvirkja á svæðinu vegna uppbyggingar fólksvangs, t.d. aðkomubílastæði o.fl. Tillagan skal unnin í samráði við Norðurorku.

Bæjarráð - 3383. fundur - 26.09.2013

Lagður fram samningur Fallorku ehf við Akureyrarbæ um virkjun í Glerá.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri viku af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna stjórnarsetu í Fallorku ehf.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

 

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég hef lengi verið eindreginn talsmaður virkjunar í Glerá og hef flutt um það margar tillögur í bæjarráði.  Ég fagna því þessari tímabæru framkvæmd.  Um leið vil ég lýsa yfir ánægju minni með vel útfærða tillögu að virkjun sem samræmist vel samþykkt bæjarstjórnar um fólkvang á Glerárdal og nær að samþætta gott aðgengi allra íbúa að dalnum og arðbæra nýtingu grænnar orku.