Bæjarráð

3370. fundur 06. júní 2013 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson varaformaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í forföllum Höllu Bjarkar Reynisdóttur.

1.Ríkisolíufélag - stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar

Málsnúmer 2013060006Vakta málsnúmer

Hreinn Þór Hauksson verkefnastjóri atvinnumála mætti á fundinn undir þessum lið.

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkistjórnar er lagt til að stofnað verði sérstakt ríkisolíufélag. Tilgangur félagsins verði að halda utan um leyfi til olíu- og gasvinnslu og leggja grunn að því að hugsanlegur ávinningur af vinnslunni nýtist samfélaginu öllu og til langs tíma.

 

Bæjarráð kemur hér með þeirri hugmynd á framfæri við ríkisstjórn Íslands að höfuðstöðvar hins nýja ríkisolíufélags verði settar upp á Akureyri.

 

Lengi hefur verið rætt um mikilvægi þess að þegar ný starfsemi á vegum ríkisins er sett á fót sé kannað hvort staðsetja megi hana utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig verði tryggt að atvinnustarfsemi á vegum ríkisins geti nýst til atvinnuþróunar og uppbyggingar á fleiri stöðum en einungis höfuðborgarsvæðinu þar sem nær allar ríkisstofnanir eru staðsettar fyrir.

 

Kjörið er að tengja skrifstofu hins nýja félags við starfsemi á sviði orku- og norðurslóðamála sem fyrir er á Akureyri.

 

Reynslan sýnir að umdeilt getur verið og ýmsum vandkvæðum bundið að flytja heilu ríkisstofnanirnar frá höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að hyggja að byggðaþróun þegar nýjar stofnanir verða til. Við stofnun ríkisolíufélagsins gefst kjörið tækifæri til þess.

2.Hverfisnefnd Giljahverfis - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010293Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 9. fundar hverfisnefndar Giljahverfis dags. 22. maí 2013.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/giljahverfi/fundargerdir

Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdadeildar, 2. lið til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, 3. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði og 4. lið er vísað til til skrifstofustjóra Ráðhúss.

3.In the Spirit of the Rovaniemi Process - Arctic Cities, Global Processes and Local Realities - ráðstefna haldin í Rovaniemi, Finnlandi

Málsnúmer 2013050171Vakta málsnúmer

Erindi ódags. frá borgarstjóra Rovaniemi í Finnlandi þar sem bæjarstjóra er boðið að sitja ráðstefnu dagana 2.- 4. desember 2013. Svar óskast fyrir 10. júní nk.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Akureyrarbæjar á ráðstefnunni.

4.Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði - beiðni um húsnæði fyrir grasrótar- og félagasamtök

Málsnúmer 2013050308Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 28. maí 2013 frá Ástu G. Hafberg Sigmundsdóttur f.h. Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði þar sem kallað er eftir því að sveitarfélög tryggi grasrótar- og félagasamtökum húsnæði.

Bæjarráð felur Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar að svara erindinu.

5.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - leiguverð

Málsnúmer 2012110070Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 29. maí 2013:
Tekin var fyrir umræða um leiguverð í leiguíbúðum Akureyrarbæjar en málið var á dagskrá 14. febrúar sl. Lagt var fram minnisblað Jóns Heiðars Daðasonar dags. 1. mars 2013 um tölfræðilega greiningu á leiguhækkun og sérstakar húsaleigubætur.
Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs að húsaleiga í leiguíbúðum Akureyrarbæjar verði hækkuð frá 1. september 2013 umfram vísitöluhækkun.
Prósentuhækkun á íbúðir er sem hér segir:
2ja herbergja 17,5%, 3ja herbergja 15,3%, 4ra herbergja 13,5% og 5 herbergja 11,5%.
Jafnframt verði frá sama tíma teknar upp sérstakar húsaleigubætur.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs og vekur um leið athygli á að með upptöku sérstakra húsaleigubóta mun húsnæðiskostnaður þeirra tekjulægri haldast því sem næst óbreyttur.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að tekju- og fjárhagsrömmum ársins 2014.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista að vísa fjárhagsrömmum til umfjöllunar í nefndum bæjarins og óskar eftir athugasemdum fyrir 1. september nk.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2014.

Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur með 4 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi D-lista vék af fundi kl. 11:04.

8.Önnur mál

Málsnúmer 2013010046Vakta málsnúmer

Sigurður Guðmundssonar A-lista óskar bókað að samningur GÁF varðandi Grímsstaði á Fjöllum fái umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

Oddur Helgi Halldórsson L-lista óskar bókað: Samningsdrög hafa verið kynnt í bæjarráði oftar en einu sinni og tel ég því ekki ástæðu til að kynna samninginn fyrr en hann er fullmótaður. Samningur mun koma fyrir hluthafafund í GÁF til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:00.