- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkistjórnar er lagt til að stofnað verði sérstakt ríkisolíufélag. Tilgangur félagsins verði að halda utan um leyfi til olíu- og gasvinnslu og leggja grunn að því að hugsanlegur ávinningur af vinnslunni nýtist samfélaginu öllu og til langs tíma.
Bæjarráð kemur hér með þeirri hugmynd á framfæri við ríkisstjórn Íslands að höfuðstöðvar hins nýja ríkisolíufélags verði settar upp á Akureyri.
Lengi hefur verið rætt um mikilvægi þess að þegar ný starfsemi á vegum ríkisins er sett á fót sé kannað hvort staðsetja megi hana utan höfuðborgarsvæðisins. Þannig verði tryggt að atvinnustarfsemi á vegum ríkisins geti nýst til atvinnuþróunar og uppbyggingar á fleiri stöðum en einungis höfuðborgarsvæðinu þar sem nær allar ríkisstofnanir eru staðsettar fyrir.
Reynslan sýnir að umdeilt getur verið og ýmsum vandkvæðum bundið að flytja heilu ríkisstofnanirnar frá höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að hyggja að byggðaþróun þegar nýjar stofnanir verða til. Við stofnun ríkisolíufélagsins gefst kjörið tækifæri til þess.