Bæjarráð

3344. fundur 13. desember 2012 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Edward Hákon Huijbens
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Edvard Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur.

1.Stefna vegna Brálundar - breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018

Málsnúmer 2011100126Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu og leggja tillögur fyrir bæjarráð.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2012

Málsnúmer 2012010167Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. nóvember 2012. Fundargerðin er í 4 liðum.
Einnig lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 6. desember 2012. Fundargerðin er í 3 liðum.

Fundargerðin frá 29. nóvember 2012 var afgreidd á eftirfarandi hátt:

Bæjarráð vísar 1. lið til Hafnasamlags Norðurlands, 2. lið til skóladeildar, 3. lið til samfélags- og mannréttindadeildar og 4. og 5. lið til skipulagsdeildar.

Fundargerðin frá 6. desember 2012 var afgreidd á eftirfarandi hátt:

Bæjarráð vísar 1. og 3. lið a) til framkvæmdadeildar, 2. liður a) er lagður fram til kynningar í bæjarráði, 2. lið b) og c) er vísað til skipulagsdeildar og 3. lið b) til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

3.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 22. nóvember 2012.

4.Almannaheillanefnd

Málsnúmer 2008100088Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar dags. 30. nóvember 2012.

5.Verklagsreglur um ritun fundargerða - endurskoðun 2012

Málsnúmer 2012121025Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að breytingum á verklagsreglum um ritun fundargerða. Fyrst og fremst er um að ræða aðlögun reglanna að útgefnum leiðbeiningum frá innanríkisráðuneytinu um ritun fundargerða sveitarstjórna dags. 1. nóvember 2012.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir breytingarnar.

Bæjarráð samþykkir breytingarnar.

6.Minjasafnið á Akureyri - aðalfundur 2012

Málsnúmer 2012120033Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. desember 2012 frá Haraldi Þór Egilssyni, safnstjóra f.h. stjórnar Minjasafnsins á Akureyri þar sem boðað er til aðalfundar miðvikudaginn 19. desember nk. kl. 15:00 í sal Zontaklúbbsins á Akureyri að Aðalstræti 54.

Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

Málsnúmer 2012020029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 801. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23. nóvember 2012.
Edward Hákon Huijbens V-lista vék af fundi kl. 11:03.

8.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2012

Málsnúmer 2012040165Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til október 2012.

9.Landssamband hestamannafélaga - skráning reiðleiða, kortasjá - styrkbeiðni

Málsnúmer 2012100076Vakta málsnúmer

13. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. nóvember 2012:
Erindi dags. 3. október 2012 frá Haraldi Þórarinssyni, formanni f.h. Landssambands hestamannafélaga þar sem fram kemur að unnið hafi verið að skráningu reiðleiða á öllu landinu frá árinu 2007 í samvinnu við Vegagerðina. Félagið óskar eftir fjárstuðningi sveitarfélagsins til þessa verkefnis.
Skipulagsnefnd fagnar framtaki Landssambands hestamannafélaga vegna skráningar reiðleiða á öllu landinu en vísar erindinu að öðru leyti til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindi Landssambands hestamannafélaga um fjárstuðning.

10.Vinna og virkni 2013

Málsnúmer 2012121032Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. desember 2012:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri kynnti verkefnið Vinna og virkni 2013. Lagt fram bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 7. desember 2012 ásamt fylgigögnum.
Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti að Akureyrarbær taki þátt í verkefninu Vinna og virkni 2013. Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi kl. 12:08.

Fundi slitið - kl. 11:00.