Bæjarráð

3341. fundur 15. nóvember 2012 kl. 09:00 - 12:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120. mál, 2012

Málsnúmer 2012110050Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. nóvember 2012 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120. mál, 2012. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. nóvember nk. Þingskjalið er að finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/141/s/0120.html
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð tekur heilshugar undir frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120. mál, 2012 og felur bæjarlögmanni að senda umsögn í samræmi við umræður á fundinum og fyrri bókanir bæjarráðs.

2.Landsbyggðin lifi - styrkbeiðni

Málsnúmer 2012110029Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. nóvember 2012 frá Guðrúnu T. Gísladóttur f.h. Landsbyggðin lifi þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 100.000 vegna starfsemi samtakana.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Snorraverkefnið - styrkbeiðni 2013

Málsnúmer 2012110058Vakta málsnúmer

Erindi dags. 8. nóvember 2012 frá Ástu Sól Kristjánsdóttur f.h. stjórnar Snorrasjóðs þar sem óskað er eftir stuðningi frá Akureyrarbæ við verkefnið árið 2013.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000 og að taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir þriggja vikna tímabil á árinu 2013. Styrkurinn greiðist af liðnum styrkveitingar bæjarráðs og felur bæjarráð Sigríði Stefánsdóttur verkefnastjóra samskipta að hafa umsjón með starfsþjálfuninni.

4.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2012

Málsnúmer 2012040165Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til september 2012.

Sigurður Guðmundsson A-lista óskar bókað að hann óskar eftir útprentun á öllum bókhaldslyklum Akureyrarbæjar frá 1. janúar 2012 til dagsins í dag þ.e. núverandi staða.

5.Álagning gjalda - útsvar 2013

Málsnúmer 2012110063Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2013 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt eða 14,48%.
Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 14,48% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2013

Málsnúmer 2012110064Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2013:

a) i Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.
ii Fasteignaskattur á hesthús verði 0,625% af fasteignamati húsa og lóða.

b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.

c) Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.

d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.

e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.

f) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald kr. 7.579,6 pr. íbúð og kr. 113,70 pr. fermetra.

g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald kr. 15.159,2 pr. eign og kr. 113,70 pr. fermetra.

Árlegt vatnsgjald í sumarbústöðum/frístundahúsum skal að lágmarki vera kr. 21.471,20 á ári.

Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum.

Aukavatnsgjald
Auk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald. Aukavatnsgjald skal að jafnaði innheimta samkvæmt mæli sem Norðurorka leggur til og er gjald fyrir mæli innifalið í fastagjaldi fyrir matseiningu. Mælar eru settir upp þar sem áætla má að vatnsnotkun sé mikil. Auk þessa er ákvæði í reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 sem heimilar innheimtu samkvæmt áætlun ef ekki er hægt að koma við mælingu.

Rúmmálsgjald 20,38 kr./m³. Fyrstu 100.000 m³.

Rúmmálsgjald 18,70 kr./m³. Eftir fyrstu 100.000 m³ til 250.000 m³.

Rúmmálsgjald 15,29 kr./m³. Eftir fyrstu 250.000 m³.

Miðað er við ársnotkun.

h) Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.

Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.

Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2013 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 10.000 kr., er 3. febrúar 2013. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram. Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.

Bæjarráð samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2013 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013 - 2016 - gjaldskrár

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2013.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðunum, gjaldskrá leikskóla og skólavistunar, Sigurhæðir, Davíðshús og Listamiðstöðin Kaupvangsstræti en samþykkir að öðru leiti tillögu að gjaldskrám 2013 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013 - 2016

Málsnúmer 2012060047Vakta málsnúmer

9. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 6. nóvember 2012:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2013 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2013
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2014
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2015
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2013-2016

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð

B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Fráveita Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Hafnasamlag Norðurlands
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 12:40.