Frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120. mál, 2012

Málsnúmer 2012110050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3341. fundur - 15.11.2012

Erindi dags. 8. nóvember 2012 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120. mál, 2012. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. nóvember nk. Þingskjalið er að finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/141/s/0120.html
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð tekur heilshugar undir frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120. mál, 2012 og felur bæjarlögmanni að senda umsögn í samræmi við umræður á fundinum og fyrri bókanir bæjarráðs.