Málsnúmer 2010060123Vakta málsnúmer
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskaði eftir umræðu varðandi vegstyttingu við Blönduós.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við hörmum embættisfærslu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem hann viðhefur í bréfi til Vegagerðarinnar dagsettu 13. apríl síðastliðinn. Þar er Vegagerðinni gert skylt að draga hugmyndir sínar að nýrri veglínu svokallaðrar Húnavallabrautar til baka. Vegagerðin hafði áður óskað eftir að gert yrði ráð fyrir vegstæðinu í nýju aðalskipulagi Blönduóssbæjar og Húnavatnshrepps. Vegagerðin hefur skilgreint hlutverk sitt nánar með eftirfarandi hætti: Að þróa og sjá um vegakerfið á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Í maí 2011 úrskurðaði núverandi umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir að gert skyldi ráð fyrir vegstæðinu sem hér er fjallað um í aðalskipulagi þeirra sveitarfélaga sem hér eiga í hlut, sú ákvörðun var fyrst og fremst byggð á 28. gr. 2. mgr. Vegalaga frá 2007.
Með boðvaldsákvörðun sinni gengur innanríkisráðherra freklega fram gegn undirstofnun sinni og tilgangi og anda þeirra laga sem hér er getið að framan.
Bæjarráð hafnar erindinu en samþykkir að lengja ráðningartíma ungmenna í átaki 17-25 ára skólafólks úr fjórum í fimm vikur, sjö tíma á dag þannig að heildarfjöldi tíma verði 175 klst. sumarið 2012.