Bæjarráð

3294. fundur 03. nóvember 2011 kl. 09:00 - 11:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Menningarfélagið Hof ses - endurnýjun samstarfssamnings félagsins og Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011030188Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju umræða um samstarfssamning Akureyrarbæjar og Menningarfélagsins Hofs ses, áður á dagskrá bæjarráðs 20. október sl.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélagsins mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Ingibjörgu komuna á fundinn og þær upplýsingar sem hún lagði fram og samþykkir samstarfssamninginn.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 27. október 2011. Fundargerðin er í 7 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið d), e), f), g), i), í), j), k) og l) til skipulagsnefndar, 1. lið a), b), c), h), o) og ó) til framkvæmdaráðs og 1. lið m) og n) til formanns bæjarráðs.

2. lið vísað til skipulagsnefndar og framkvæmdaráðs, hvor nefnd fyrir sig svari því sem við á, 3. lið til skipulagsdeildar, 4. og 7. lið til framkvæmdadeildar, 5. lið til skipulagsdeildar og 6. lið til framkvæmdadeildar.

3.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2011/2012

Málsnúmer 2011100112Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags. 26. október 2011 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2011/2012. Umsóknarfrestur er til 9. nóvember 2011.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.

4.Umhverfisstofnun - tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd

Málsnúmer 2011100097Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. október 2011 frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Akureyrarbæjar í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 2 og vísar í því sambandi í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála. Óskað er eftir því að tilnefningar í vatnasvæðisnefnd berist til Umhverfisstofnunar eigi síðar en 1. desember 2011.

Bæjarráð vísar tilnefningunni til umhverfisnefndar.

Ólafur Jónsson vék af fundi kl. 11:25, en tók þátt í umræðu og afgreiðslu 6. og 7. liðar.

5.Menntaskólinn á Tröllaskaga

Málsnúmer 2007100109Vakta málsnúmer

Rætt um samkomulag við Fjallabyggð um uppgjör á kostnaði vegna Menntaskólans á Tröllaskaga.

6.Eflingarsamningar - umsóknir 2011

Málsnúmer 2011050005Vakta málsnúmer

Umsókn um eflingarsamning frá Seglinu ehf, tekin fyrir að nýju. Bæjaráð fól á fundi sínum þann 12. maí sl. Sævari Péturssyni verkefnastjóra atvinnumála í samvinnu við Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóra að afla frekari gagna og leggja fyrir bæjarráð.
Lögð fram minnisblöð dags. 5. júlí og 31. október 2011 frá Sævari Péturssyni og Dan Jens Brynjarssyni.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem fyrirtækið er í samkeppnisrekstri.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar mættu á fundinn undir þessum lið.

8.Önnur mál

Málsnúmer 2011010003Vakta málsnúmer

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista óskar eftir að lagður verði fram listi yfir samninga sem eru í gangi milli Akureyrarbæjar og félaga/samtaka. Jafnframt óskar hann eftir að lögð verði fram greinargerð um hvernig staðið hefur verið við ákvæði samninganna af hálfu samningsaðila.

Fundi slitið - kl. 11:42.