Málsnúmer 2010050038Vakta málsnúmer
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Á fundi bæjarstjórnar þann 21. september síðastliðinn hafnaði meirihluti bæjarstjórnar tillögu að breyttu deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulags. Á þeim sama fundi boðaði formaður bæjarráðs, Oddur Helgi Halldórsson, víðtækt samráð á meðal bæjarfulltrúa við áframhaldandi skipulagsvinnu á reitnum. Orðrétt sagði Oddur Helgi: "Það hafa komið fram óskir frá öllum flokkum sem standa að bæjarstjórn að í þetta verði farið sameiginlega og við munum stefna að því að gera það. Þetta er auðvitað andlit bæjarins, miðbæjarskipulagið, [...] það er eitt af verkefnum þessarar bæjarstjórnar að deiliskipuleggja miðbæinn og við vonum að allir séu tilbúnir að því borði. Þetta er auðvitað sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að vel til takist."
Í ljósi þessara orða spyr bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hvort til standi að boða til þessa samráðs eða hvort þær hugmyndir hafi algerlega verið lagðar til hliðar af hálfu meirihlutans og einnig er spurt hvar vinna við deiliskipulag syðsta hluta miðbæjar er stödd nú og hvort einhverjar fyrirætlanir um reitinn liggi fyrir nú þegar.
Bæjarráð hafnar beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda og frestar afgreiðslu varðandi uppkaup á eigninni þar til niðurstaða húsakönnunar Innbæjar liggur fyrir.