Málsnúmer 2010060004Vakta málsnúmer
15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 26. maí 2010, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til Reisum byggingarfélags ehf, framkvæmdaraðila húsa við Baugatún og Fossatún. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að framkvæmdaraðili leggi fram vottun á innfluttum hurðum eða að öðrum kosti skipti út útihurðum að Baugatúni 1, 2, 3, 5, 7, og 8 og Fossatúni 5 og 7 fyrir útihurðir sem hafa tilskylda umsögn eða vottun með vísan í gr. 120 og 121 í byggingarreglugerð 441/1998 og gr. 42 í skipulags- og byggingarlaga 73/1997.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt en frestur til úrbóta verði framlengdur til 16. júní 2010.
Aðalmenn:
Oddur Helgi Halldórsson formaður
Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður
Halla Björk Reynisdóttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Ólafur Jónsson
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
Hermann