Bæjarráð

3228. fundur 24. júní 2010 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
  • Karl Guðmundsson
  • Dan Jens Brynjarsson
Fundargerð ritaði: Dagný Harðardóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Bæjarstjórn hefur á fundi sínum 15. júní sl. kosið aðal- og varamenn í bæjarráð til eins árs:

Aðalmenn:
Oddur Helgi Halldórsson formaður
Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður
Halla Björk Reynisdóttir
Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Ólafur Jónsson
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
Hermann

1.Baugatún - Fossatún, dagsektir

Málsnúmer 2010060004Vakta málsnúmer

15. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 26. maí 2010, ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til Reisum byggingarfélags ehf, framkvæmdaraðila húsa við Baugatún og Fossatún. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að framkvæmdaraðili leggi fram vottun á innfluttum hurðum eða að öðrum kosti skipti út útihurðum að Baugatúni 1, 2, 3, 5, 7, og 8 og Fossatúni 5 og 7 fyrir útihurðir sem hafa tilskylda umsögn eða vottun með vísan í gr. 120 og 121 í byggingarreglugerð 441/1998 og gr. 42 í skipulags- og byggingarlaga 73/1997.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt en frestur til úrbóta verði framlengdur til 16. júní 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar en framlengir gefinn frest til 8. júlí 2010.

2.Hrafnagilsstræti 12 - framkvæmdir á lóðarmörkum

Málsnúmer 2006100036Vakta málsnúmer

14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Bréf dags. 29. apríl 2010 frá Birni Sigurðssyni, Skólastíg 11 þar sem hann vísar í fyrri bréf sín dags. 5. október 2006, 27. mars 2007 og 24. júlí 2007 og bókun nefndarinnar frá 13. maí 2009 þar sem ekki hefur verið staðið við gefinn frest.
Óskar hann eftir að málið verði því tekið upp aftur og eiganda Hrafnagilsstrætis 12 verði gert að framkvæma lagfæringar á lóðamörkum lóðanna fyrir 30. júní 2010.
Þar sem lóðarhafi Hrafnagilsstrætis 12 hefur ekki farið að þeim kröfum sem gerðar voru í bókun nefndarinnar 13. maí 2009 og bréfi dagsettu sama dag, leggur skipulagsnefnd því til við bæjarráð að samþykkja lokafrest til 30. júní 2010 til að lagfæra lóðamörkin og að lagðar verði dagsektir á lóðarhafa lóðarinnar Hrafnagilsstræti 12, að upphæð kr. 25.000 á dag, ef ekki verður staðið við gefinn frest.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar en framlengir gefinn frest til 8. júlí 2010.

 

 

3.Samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar - 2010

Málsnúmer 2010060074Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. júní 2010 frá Bjarna Kristjánssyni formanni Samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir því að sveitastjórnir staðfesti sem fyrst áframhaldandi setu fulltrúa sinna eða tilkynni um skipan nýrra fulltrúa.

Bæjarráð skipar Evu Reykjalín og Auði Jónasdóttur fulltrúa Akureyrarbæjar í Samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar.

4.Prókúruumboð - 2010

Málsnúmer 2010060084Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um prókúruumboð.
Með vísan í 3. mgr. 55. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 heimilar bæjarráð bæjarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Akureyrarbæjar prókúruumboð:
bæjarlögmanni - Ingu Þöll Þórgnýsdóttur, fjármálastjóra - Dan Jens Brynjarssyni og bæjarritara Karli Guðmundssyni.
Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar þarf til.
Bæjarráð samþykkir að framangreindum aðilum verði veitt prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Umboðin gilda meðan viðkomandi gegnir tilteknu starfi fyrir Akureyrarbæ þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils bæjarstjórnar. Jafnframt eru eldri umboð úr gildi fallin.

5.Starfsleyfi - Norðurskel ehf

Málsnúmer 2009110119Vakta málsnúmer

Erindi dags. 16. júní 2010 þar sem Fiskistofa óskar eftir umsögnum sveitarfélaga til að tryggja aðkomu þeirra að þeim stjórnsýsluákvörðunum sem varða m.a. svæðaskiptingu fiskeldis, staðsetningu fiskeldisstarfsemi og útgáfu rekstrarleyfa til fiskeldis. Umsögn Akureyrarbæjar er óskað fyrir 26. júní nk.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Dan Jens Brynjarsson véku af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð gerir engar athugasemdir.

6.Vinabæjarmót - tenglamót í Lahti 2010 - val fulltrúa

Málsnúmer 2009080061Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 3. september 2009, en þá samþykkti bæjarráð að taka þátt í tenglamóti (kontaktmannamöte) í Lahti dagana 4.- 7. ágúst 2010 en láta nýjum meirihluta eftir að skipa fulltrúa til að taka þátt í mótinu.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs og Halla Björk Reynisdóttir formaður stjórnar Akureyrarstofu, ásamt mökum verði fulltrúar Akureyrarkaupstaðar á tenglamótinu í Lahti.

Ólafur Jónsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson sátu hjá við afgreiðslu.

7.Slökkvilið Akureyrar - ýmis málefni

Málsnúmer 2010050026Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 18. júní 2010 frá Sigurjóni Magnússyni ehf þar sem óskað er eftir upplýsingum í 14 liðum varðandi ákvörðun um kaup á slökkvibifreið.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni og bæjarverkfræðingi að leggja drög að svari fyrir næsta fund bæjarráðs.

8.Norðurorka hf - ósk um lóð undir dæluhús

Málsnúmer 2010060036Vakta málsnúmer

Erindi dags. 1. júní 2010 frá Franz Árnasyni forstjóra Norðurorku hf þar sem hann fyrir hönd Norðurorku hf óskar eftir afmörkun lóðar undir dæluhús og önnur nauðsynleg mannvirki á borplani í landi Botns í Eyjafjarðarsveit.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Norðurorku hf. um leigu á landi undir dælustöð og önnur nauðsynleg mannvirki í landi Botns.

 

9.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2010

Málsnúmer 2010050056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til apríl 2010.

10.Greið leið ehf - aðalfundur 2010

Málsnúmer 2010060021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 22. júní 2010 frá Karli Guðmundssyni bæjarritara vegna aðalfundar Greiðrar leiðar ehf sem haldinn var 16. júní sl.

11.Önnur mál í bæjarráði

Málsnúmer 2010010117Vakta málsnúmer

Sigurður Guðmundsson lagði fram tillögu um að Ráðhústorgið yrði þökulakt í ár.
Bæjarráð vísar tillögunni til framkvæmdaráðs.

Fundi slitið - kl. 11:00.