14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. maí 2010:
Bréf dags. 29. apríl 2010 frá Birni Sigurðssyni, Skólastíg 11 þar sem hann vísar í fyrri bréf sín dags. 5. október 2006, 27. mars 2007 og 24. júlí 2007 og bókun nefndarinnar frá 13. maí 2009 þar sem ekki hefur verið staðið við gefinn frest.
Óskar hann eftir að málið verði því tekið upp aftur og eiganda Hrafnagilsstrætis 12 verði gert að framkvæma lagfæringar á lóðamörkum lóðanna fyrir 30. júní 2010.
Þar sem lóðarhafi Hrafnagilsstrætis 12 hefur ekki farið að þeim kröfum sem gerðar voru í bókun nefndarinnar 13. maí 2009 og bréfi dagsettu sama dag, leggur skipulagsnefnd því til við bæjarráð að samþykkja lokafrest til 30. júní 2010 til að lagfæra lóðamörkin og að lagðar verði dagsektir á lóðarhafa lóðarinnar Hrafnagilsstræti 12, að upphæð kr. 25.000 á dag, ef ekki verður staðið við gefinn frest.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar en framlengir gefinn frest til 8. júlí 2010.