Málsnúmer 2010060123Vakta málsnúmer
Vegagerðin hefur að undanförnu kynnt tillögu um nýjan stofnveg, svonefnda Húnavallaleið, sem myndi stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 14 km.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista fóru á fund umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, 8.mars sl.
Tilgangur fundarins var að koma sjónarmiðum Akureyrarbæjar á framfæri varðandi styttingu leiðarinnar á milli Akureyrar og Reykjavíkur, en umhverfisráðherra á eftir að úrskurða um málið. Rætt var um umhverfislegan ávinning sem og fjárhagslegan ávinning íbúa Akureyrar í formi flutningskostnaðar, en ekki hvað síst um umferðaröryggi á umræddum köflum leiðarinnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.