Bæjarráð

3268. fundur 31. mars 2011 kl. 09:00 - 12:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Becromal - starfsleyfi - sýrustigsmælingar

Málsnúmer 2011030162Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs undir þessum lið mættu þau Gauti Hallsson framkvæmdastjóri Becromal, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Kristján Geirsson deildarstjóri sömu stofnunar, Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og Hreiðar Þór Valtýsson lektor hjá Háskólanum á Akureyri.
Einnig mættu undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Hlín Bolladóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir og Tryggvi Þór Gunnarsson ásamt fulltrúum í umhverfisnefnd þeim Sigmari Arnarssyni, Huldu Stefánsdóttur, Kolbrúnu Sigurgeirsdóttur og Valdísi Önnu Jónsdóttur.
Auk framangreindra sátu fundinn undir þessum lið Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður.

Bæjarráð þakkar þeim Gauta, Kristínu, Kristjáni, Alfreð og Hreiðari og öðrum gestum fyrir komuna á fundinn og greinargóðar upplýsingar um stöðu mála.

2.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010

Málsnúmer 2010060060Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2010.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte mættu á fundinn og skýrðu ársreikninginn.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið bæjarfulltrúarnir Hlín Bolladóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir og Tryggvi Þór Gunnarsson.

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2010 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Stytting hringvegarins - athugasemd við aðalskipulag Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar

Málsnúmer 2010060123Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 15. mars 2011.

Geir Kristinn Aðalsteinsson, Halla Björk Reynisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Eiríkur Björn Björgvinsson gerðu grein fyrir fundi sínum með fulltrúum Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Sveitafélagsins Skagastrandar vegna bókunar bæjarráðs um lagningu Húnavallabrautar og styttingar á Þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Fundurinn var málefnalegur og upplýsandi. Fulltrúar Akureyrarbæjar komu sjónarmiðum sínum á framfæri m.a. um lækkun flutningskostnaðar og að búast megi við um tæplega þrefaldri fækkun umferðaróhappa miðað við núverandi vegarkafla. Fulltrúar Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Sveitarfélagsins Skagastrandar komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Aðilar eru sammála því að auka samstarf og samskipti milli sveitarfélaganna í framtíðinni.

Bæjarráð Akureyrarkaupstaðar telur mikilvægt að skoðun fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélagsins fái að koma fram, en virðir að sjálfsögðu skipulagsvald sveitarfélaganna.

4.Reisum byggingarfélag ehf - beiðni um lækkun lóðargjalda

Málsnúmer 2011030155Vakta málsnúmer

Erindi dags. 20. mars 2011 frá Reisum byggingarfélagi ehf er varðar beiðni um lækkun lóðargjalda vegna jarðvegsdýpis.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur fjármálastjóra að svara bréfritara.

5.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 24. mars 2011. Fundargerðin er í 4 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið a), c) og e) til skipulagsdeildar, 1. lið d) og f) til framkvæmdadeildar ásamt 3. og 4. lið og 1. lið d) og 2. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar.

6.Holtateigur 2-22 - skipulagsmál

Málsnúmer 2010070111Vakta málsnúmer

Erindi dags. 17. mars 2011 frá Árna Pálssyni hrl. er varðar galla í götu við Holtaeig 2-22.

Bæjarráð telur að Akureyrarbær beri ekki ábyrgð á aðkomuleið innan lóða og felur bæjarlögmanni að skýra afstöðu bæjarins fyrir bréfritara.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista vék af fundi kl. 12:30.

Fundi slitið - kl. 12:50.