Bæjarráð

3229. fundur 01. júlí 2010 kl. 09:00 - 09:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Edward Hákon Huijbens áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Dan Jens Brynjarsson
  • Jón Bragi Gunnarsson
  • Karl Guðmundsson
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Harðardóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Almannaheillanefnd

Málsnúmer 2008100088Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar dags. 25. júní 2010.

2.Jafnréttisstofa - hamingjuóskir

Málsnúmer 2010060096Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 16. júní 2010 frá Jafnréttisstofu þar sem nýkjörinni bæjarstjórn Akureyrarbæjar er óskað til hamingju með það að hafa skipað konur og karla í nefndir á vegum bæjarins í samræmi við jafnréttislög. Jafnframt hvetur Jafnréttisstofa nýja bæjarstjórn til þess að hafa sjónarmið um kynjajafnrétti að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku og alla stefnumótun á vegum bæjarins, fylgja Evrópusáttmála um jafnrétti kvenna og karla í sveitarfélögum og aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi fast eftir, þannig að sveitarfélagið verði áfram í fararbroddi á sviði jafnréttismála.

Bæjarráð þakkar góðar óskir og hvatningarorð.

3.Félagsstofnun stúdenta - ársreikningur 2009

Málsnúmer 2010060113Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri fyrir árið 2009.

4.Félagsstofnun stúdenta - leiga á íbúðum

Málsnúmer 2010060122Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 29. júní 2010 frá Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra varðandi hugsanlega leigu á íbúðum af Félagsstofnun stúdenta við Háskólann á Akureyri til að stytta biðtíma eftir leiguíbúðum hjá Akureyrarbæ.

Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

5.Stytting hringvegarins - athugasemd við aðalskipulag Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar

Málsnúmer 2010060123Vakta málsnúmer

Bæjarráð Akureyrarbæjar lýsir yfir vonbrigðum með að í tillögum að aðalskipulagi Húnvatnshrepps og Blönduósbæjar er ekki gert ráð fyrir að leggja megi nýjan veg um svonefnda Svínavatnsleið (Húnavallaleið) í Austur-Húnavatnssýslu.

Þessi vegur myndi stytta leiðina milli Norðausturlands og vesturhluta landsins um tæplega 14 km og stuðla þannig að auknu umferðaröryggi, skemmri aksturstíma, minni eldsneytiseyðslu og mengun og lægri flutningskostnaði og þar með aukinni samkeppnishæfni Norðausturlands. Þetta er vafalítið eitt af stærstu hagsmunamálum fyrirtækja og íbúa á Akureyri.

Bæjarráð skorar á fyrrgreind sveitarfélög að endurskoða tillögurnar.

Fundi slitið - kl. 09:00.