Bæjarráð

3251. fundur 02. desember 2010 kl. 08:15 - 11:37 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Karl Guðmundsson bæjarritari
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Frumvörp til laga - kynning á ferli

Málsnúmer 2010110129Vakta málsnúmer

Kynnt vinnuferli varðandi umsagnir um frumvörp til laga.
Þegar hér var komið mættu Andrea Sigrún Hjálmsdóttir kl. 08:20 og Sigurður Guðmundsson kl. 08:25 á fundinn.

2.Frumvarp til laga um málefni fatlaðra, 256. mál

Málsnúmer 2010110122Vakta málsnúmer

Erindi dags. 25. nóvember 2010 frá félags- og tryggingamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni fatlaðra (flutningur málaflokksins til sveitarfélaga), 256. mál. Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 2. desember 2010. Þingskjalið er að finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/139/s/0298.html
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir drög að umsögn um frumvarpið.

Bæjarráð tekur undir umsögnina og felur bæjarstjóra að senda hana til Alþingis.

3.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2010

Málsnúmer 2010010038Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 25. nóvember 2010, fundargerðin er í tveimur liðum.

Bæjarráð vísar 2. lið a), b), c), d), og e) til framkvæmdaráðs.

2. lið f) var svarað í viðtalstímanum.

4.Almannaheillanefnd

Málsnúmer 2008100088Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar dags. 26. nóvember 2010.

5.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2010

Málsnúmer 2010010083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 781. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10. nóvember 2010.

6.Samtökin Mayors for Peace

Málsnúmer 2010100178Vakta málsnúmer

Erindi dags. 27. október 2010 frá sendiherra Japans á Íslandi þar sem hann vonast til að bæjarstjórinn á Akureyri gerist aðili að samtökunum Mayors for Peace. Markmið samtakanna er að útrýma kjarnorkuvopnum í heiminum fyrir árið 2020. Ennfremur berjast samtökin fyrir mannréttindum og verndun umhverfisins í því skyni að stuðla að heimsfriði.
Sendiherrann óskar einnig eftir því að fá að setja upp sýningu á Akureyri á næsta ári á myndum sem teknar voru eftir kjarnorkusprenginguna á Nagasaki.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði aðili að samtökunum Mayors for Peace.

Einnig býður bæjarráð sendiráðið velkomið með ljósmyndasýninguna til Akureyrar.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

7.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

Málsnúmer 2009110111Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 24. nóvember 2010:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu drög að samningi um myndun þjónustusvæðis í Eyjafirði vegna yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga.
Félagsmálaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Guðrún Sigurðardóttir og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir drögin.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.

Ólafur Jónsson D-lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.

Ólafur Jónsson óskar bókað að hann getur ekki samþykkt samninginn í óbreyttri mynd og hefði viljað sjá eftirfarandi breytingar:

Í grein 3.1. verði bætt við: stjórn og framkvæmd samningsins er í höndum Akureyrarbæjar.

Í grein 3.3. falli út: stefnumarkandi ákvarðanir, forgangsröðun og fjárhagsáætlanir þjónustusvæðisins.

8.Laut - athvarf geðfatlaðra 2010

Málsnúmer 2010050097Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 24. nóvember 2010:
Rekstrarsamningur Akureyrarbæjar, Akureyrardeildar Rauða krossins og Geðverndarfélags Akureyrar vegna Lautar - athvarfs fyrir geðfatlaða rennur út í árslok. Umræða um hvernig á að haga samstarfi á komandi árum og hvort og þá hvernig samning á að gera nú.
Félagsmálaráð leggur til að núverandi samningur verði framlengdur um eitt ár og vísar málinu til bæjarráðs. Jafnframt er lögð áhersla á að strax á nýju ári hefjist viðræður um hvernig framhaldinu verður háttað.

Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár.

9.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2010

Málsnúmer 2010050056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til október 2010.

10.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2011.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2011 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 11:37.