Frumvarp til laga um málefni fatlaðra, 256. mál

Málsnúmer 2010110122

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3251. fundur - 02.12.2010

Þegar hér var komið mættu Andrea Sigrún Hjálmsdóttir kl. 08:20 og Sigurður Guðmundsson kl. 08:25 á fundinn.

Erindi dags. 25. nóvember 2010 frá félags- og tryggingamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni fatlaðra (flutningur málaflokksins til sveitarfélaga), 256. mál. Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 2. desember 2010. Þingskjalið er að finna á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/139/s/0298.html
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir drög að umsögn um frumvarpið.

Bæjarráð tekur undir umsögnina og felur bæjarstjóra að senda hana til Alþingis.