Bæjarráð

3877. fundur 23. janúar 2025 kl. 08:15 - 11:19 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir varaformaður
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2024

Málsnúmer 2025010916Vakta málsnúmer

Kynntar niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2024.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar góðri niðurstöðu og telur mikilvægt að fá fram viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og þakkar þátttakendum fyrir mikilvægt framlag. Bæjarráð beinir því til sviða og ráða að taka niðurstöður könnunarinnar til umfjöllunar og úrvinnslu.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2024020581Vakta málsnúmer

Afgreiðsla málsins er trúnaðarmál og er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

3.Gatnagerðargjöld 2024

Málsnúmer 2024010363Vakta málsnúmer

Liður 18 í fundargerð skipulagsráðs 15. janúar 2025:

Lögð fram til umræðu tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðar- og byggingarréttargjalda. Sindri Kristjánsson S-lista vék af fundi undir þessum fundarlið.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista leggur fram tillögu um að orðalag í grein 5.2 sé sambærilegt og í 6. grein þar sem heimilt er að fella niður gjöld vegna uppbyggingar sérhæfðs félagslegs húsnæðis. Meirihluti skipulagsráðs hafnar þeirri tillögu. Meirihluti skipulagsráðs samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði. Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista situr hjá.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Dan J. Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda með fjórum atkvæðum og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

4.Helstu viðhaldsverkefni 2024

Málsnúmer 2025010985Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu viðhaldsverkefni bæjarins á árinu 2024.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

5.Barnamenningarhátíð 2025

Málsnúmer 2024090963Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa úr bæjarráði í fagráð Barnamenningarhátíðar á Akureyri, samkvæmt verklagsreglum um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð. Bæjarráð skipar einn fulltrúa úr sínum röðum og einn fulltrúa með reynslu og þekkingu af menningarstarfi.


Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Hilda Jana Gísladóttir S-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.


Bæjarráð samþykkir að skipa Heimi Örn Árnason bæjarfulltrúa og Karólínu Baldvinsdóttur í fagráð Barnamenningarhátíðar.

Fundi slitið - kl. 11:19.