Málsnúmer 2023081277Vakta málsnúmer
Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. nóvember 2023:
Liður 12 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 13. nóvember 2023:
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna skólahalds í Grímsey.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætli að hefja þar skólagöngu. Staðan verður endurmetin í maí 2024.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til bæjarráðs.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir bæjarráð í næstu viku.
Á fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Kristínar Jóhannesdóttur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs dagsett 5. desember 2023. Hún sat jafnframt fund bæjarráðs undir þessum lið.
Upplýsingaöflun hefur leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey.