Málsnúmer 2023101374Vakta málsnúmer
Rætt um atvinnustefnu Akureyrarbæjar.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:
Mikilvægt er að við horfum til framtíðar og setjum okkur markmið um hvert við viljum stefna sem sveitarfélag til lengri tíma. Eitt af þeim verkefnum er að vinna metnaðarfulla stefnu í verðmætasköpun í samstarfi við atvinnulífið, stofnanir, frumkvöðla, íþróttahreyfinguna, menningarstofnanir og ferðaþjónustuaðila. Lagt er til að bæjarráð samþykki 10 milljónir í fjárhagsáætlun í mótun framtíðarsýnar um fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og markaðssetningu á möguleikum sveitarfélagsins.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég legg til að afgreiðsla á tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur verði frestað til loka nóvember þegar liggur fyrir hvernig vinnunni við gerð stefnunnar verði háttað.