Kattaathvarf

Málsnúmer 2023100158

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 149. fundur - 25.10.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 22. október 2023 varðandi mögulegan stuðning við rekstur kattaathvarfs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Andri Teitsson L-lista, Inga Dís Sigurðardóttir M-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggða til við bæjarráð að kannaður verði sá möguleiki að styðja fjárhagslega við starfsemi Kisukots enda verði starfsemin í húsnæði sem uppfyllir reglugerðir.


Óskar Ingi Sigurðsson B-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3825. fundur - 02.11.2023

Liður 10 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 25. október 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 22. október 2023 varðandi mögulegan stuðning við rekstur kattaathvarfs.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Andri Teitsson L-lista, Inga Dís Sigurðardóttir M-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggja til við bæjarráð að kannaður verði sá möguleiki að styðja fjárhagslega við starfsemi Kisukots enda verði starfsemin í húsnæði sem uppfyllir reglugerðir.

Óskar Ingi Sigurðsson B-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að hefja samningaviðræður við Kisukot þannig að starfseminni verði komið fyrir í húsnæði sem uppfyllir það að fá starfsleyfi. Bæjarráð felur forstöðumanni umhverfis- og sorpmála, verkefnastjóra umhverfis- og sorpmála og formanni bæjarráðs að vinna málið áfram.