Bæjarráð

3816. fundur 24. ágúst 2023 kl. 08:15 - 10:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Jönu Salome I. Jósepsdóttur.

1.Breytingar í nefndum 2022-2026 - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði. Gunnar Már Gunnarsson verði aðalmaður í stað Óskars Inga Sigurðssonar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.Breytingar í nefndum 2022-2026 - fræðslu- og lýðheilsuráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði. Sverre Jakobsson verði varamaður í stað Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.Breytingar í nefndum 2022-2026 - velferðarráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði. Guðbjörg Anna Björnsdóttir verði aðalmaður í stað Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

4.Breytingar í nefndum 2022-2026 - umhverfis- og mannvirkjaráð

Málsnúmer 2022030877Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfis- og mannvirkjaráði. Óskar Ingi Sigurðsson verði aðalmaður í stað Gunnars Más Gunnarssonar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.Hamrar, útilífsmiðstöð skáta og tjaldsvæði Akureyrar 2022-2026

Málsnúmer 2022050325Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Hamra.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri Hamra og Ingimar Eydal formaður stjórnar Hamra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs til frekari umræðu.

6.Starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs 2023

Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer

Rætt um starfsáætlun þjónustu- og skipulagssviðs.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs fyrir kynningu á starfsáætlun sviðsins.

7.Starfsáætlun fjársýslusviðs 2023

Málsnúmer 2022110623Vakta málsnúmer

Rætt um starfsáætlun fjársýslusviðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra fjársýslusviðs fyrir kynningu á starfsáætlun sviðsins.

8.Leiguíbúðir viðhald 2023

Málsnúmer 2023080470Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 15. ágúst 2023:

Lagt fram minnisblað dagsett 14. ágúst 2023 varðandi mikið viðhald á leiguíbúðum Akureyrarbæjar á árinu.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 50 milljónir í viðhald leiguíbúða Akureyrarbæjar.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sindri Kristjánsson S-lista óska bókað:

Brýn þörf er að endurskoða þann ramma sem settur er viðhaldi á félagslegu leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Við leggjum til að við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024 verði 2% af brunabótamati félagslegra leiguíbúða sett í viðhald á þeim.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska bókað:

Brýn þörf er að endurskoða þann ramma sem settur er viðhaldi á félagslegu leiguhúsnæði Akureyrarbæjar. Því ætti við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024 að tryggja að 2% af brunabótamati félagslegra leiguíbúða verði sett í viðhald á þeim. Eins er mikilvægt að skoðað verði sérstaklega hagkvæmni þess að selja eldri eignir og fjárfesta í nýrra húsnæði og ef svo er að nýta það ferli til að stuðla að betri dreifingu á félagslegu húsnæði í bænum.

9.Hafnasamlag Norðurlands 2023

Málsnúmer 2023010868Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 280. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands dagsett 9. ágúst 2023.

10.Hvítbók um húsnæðismál - drög að stefnu

Málsnúmer 2023080929Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 18. ágúst 2023 frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á hvítbók um húsnæðismál sem er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 4. september nk.

Einnig er vakin athygli á húsnæðisþingi sem haldið verður miðvikudaginn 30. ágúst 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

11.Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Málsnúmer 2023080983Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 21. ágúst 2023 frá innviðaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 1. september nk. í gegnum samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:30.