Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. júní 2022:
Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna yfirbyggingar á drifstöð Fjallkonunnar ásamt viðbyggingu.
Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur þörf á að fara yfir þarfagreiningu og kostnaðaráætlun og ræða mögulegar útfærslur til að auka rekstraröryggi og bæta aðbúnað við Fjallkonuna fyrir starfsfólk og gesti Hlíðarfjalls.
Verkefninu er vísað til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Magnús Arturo Batista svæðisstjóri í Hlíðarfjalli sátu fundinn undir þessum lið.