Bæjarráð

3771. fundur 25. maí 2022 kl. 08:15 - 09:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Laxagata 5

Málsnúmer 2022051060Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. maí 2022:

Lagt fram kauptilboð Akureyrarbæjar dagsett 19. maí 2022 varðandi kaup á Laxagötu 5, Akureyri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur vel í kauptilboðið og vísar því til afgreiðslu í bæjarráði.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannnvirkjasviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið að fjárhæð 19,9 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum.

2.Þingvallastræti 23 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022030795Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna um byggingu bílakjallara undir nýja heilsugæslu sem barst með erindi dagsettu 20. maí 2022. Í erindinu kemur fram að ráðuneytið hafi ekki fjármögnun til að byggja viðbótarbílakjallara undir heilsugæslu suður og er lagt til að bærinn taki þann kostnað sé óskað eftir bílakjallara.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 23. mars sl. og hafnaði ráðið ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem fæli í sér að ekki yrði gert ráð fyrir bílakjallara heldur yrði bílastæðum ofanjarðar fjölgað þess í stað.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir svohljóðandi bókun skipulagsráðs frá 23. mars sl.:

"Skipulagsráð lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni eins og miðað hefur verið við frá því að skipulagsvinna á svæðinu hófst veturinn 2020-2021. Að mati skipulagsráðs er bílakjallari forsenda fyrir byggingu heilsugæslustöðvar á þessu svæði. Skipulagsráð hvetur hlutaðeigandi eindregið til þess að að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins enda ótækt að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost.

Skipulagsráð hafnar því ósk um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar."

Bæjarráð getur hvorki fallist á að hvika frá bókun skipulagsráðs né fallist á skyndilega beiðni ríkisins um aðkomu bæjarins að fjármögnun bílakjallara.

Er bæjarstjóra falið að ræða við Framkvæmdasýslu-Ríkiseignir og kynna þeim afstöðu bæjaryfirvalda.

3.Hafnarstræti 16

Málsnúmer 2021081099Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 11. maí 2022:

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Guðmundsdóttur forstöðumanns og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra dagsett 4. maí 2022.

Velferðarráð telur að brýnt sé að fá ný búsetuúrræði fyrir fatlað fólk inn í kerfið sem fyrst og leggur því til að framkvæmdum við búetukjarnann að Hafnarstræti 16 verði hraðað.

Málinu er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur áherslu á að vinnu við skipulag og hönnun búsetukjarnans að Hafnarstræti 16 verði hraðað eins og kostur er og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

4.Sleipnir MC - styrkbeiðni vegna Umhyggjuferðar félagsins 11. til 14. ágúst 2022

Málsnúmer 2022051158Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2022 frá Ísak Þór Ragnarssyni fyrir hönd mótorhjólaklúbbsins Sleipnis MC þar sem óskað er eftir samstarfi og stuðningi frá Akureyrarbæ vegna góðgerðarferðar til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna og aðstandenda þeirra. Ferðin mun bera nafnið Umhyggjuferð Sleipnis og stendur yfir tímabilið 11. til 14. ágúst nk.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

5.Skógræktarfélag Eyfirðinga - ályktun varðandi tillögu Hamra um brunavarnir

Málsnúmer 2022051139Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun Aðalfundar Skógræktarfélags Eyfirðinga frá 11. maí 2022 þar sem tekið er undir tillögu Hamra útilífsmiðstöðvar skáta um stofnun vinnuhóps um brunavarnir og flóttaleiðir í Kjarnaskógi sem tekin var fyrir í bæjarráði 12. maí sl.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að stofnaður verði vinnuhópur um brunavarnir og flóttaleiðir í Kjarnaskógi og vísar ályktuninni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

6.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 274. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 6. maí 2022.

7.Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál

Málsnúmer 2022051138Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 18. maí 2022 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0834.html

8.Frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál

Málsnúmer 2022051131Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 18. maí 2022 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0799.html

9.Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál

Málsnúmer 2022051130Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 17. maí 2022 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál 2022.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 31. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0837.html

Fundi slitið - kl. 09:15.