Málsnúmer 2022042643Vakta málsnúmer
Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 9. maí 2022:
Seinni umræða um ósk um viðauka vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT).
Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð 12,1 milljónir króna og vísar til bæjarráðs.