Lögð fram til kynningar og umsagnar stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að vísa stefnunni til kynningar og umsagnar í fastanefndum, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.