Bæjarráð

3731. fundur 24. júní 2021 kl. 08:15 - 10:12 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

1.Sviðsstjóri fjársýslusviðs - áframhaldandi ráðning

Málsnúmer 2021061431Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um um áframhaldandi ráðningu Dans Jens Brynjarssonar í starf sviðsstjóra fjársýslusviðs í annað fimm ára tímabil.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra með fimm samhljóða atkvæðum.

2.Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs - áframhaldandi ráðning

Málsnúmer 2021061430Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um um áframhaldandi ráðningu Höllu Margrétar Tryggvadóttur í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs í annað fimm ára tímabil. Í skipulagsbreytingum sem samþykktar voru í bæjarstjórn 15. júní sl. er gert ráð fyrir að Halla Margrét verði sviðsstjóri nýs mannauðssviðs þegar stjórnsýslusvið verður lagt niður í lok árs.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra með fimm samhljóða atkvæðum.

3.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 8. júní 2021:

Samningur milli Akureyrarbæjar og Félags eldri borgara á Akureyri lagður fram til samþykktar.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum.

4.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2020-2024

Málsnúmer 2020020443Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 144. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 3. júní 2021. Einnig lögð fram fundargerð 145. fundar hverfisráðsins dagsett 8. júní 2021.
Bæjarráð vísar lið 2 til umhverfis- og mannvirkjasviðs, lið 3 til skipulagssviðs og aðrir liðir fundargerðar 145. fundar eru lagðir fram til kynningar.

5.Samráðsnefnd um samræmda móttöku flóttafólks - ósk um tilnefningu fulltrúa

Málsnúmer 2021060388Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2021 frá félags- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa, karl og konu, til setu í samráðsnefnd um samræmda móttöku flóttafólks. Ekki er gert ráð fyrir að greidd verði þóknun fyrir setu í samráðsnefndinni af hálfu ráðuneytisins.
Bæjarráð tilnefnir Önnu Marit Níelsdóttur og Heimi Haraldsson í samráðsnefndina.

6.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2021

Málsnúmer 2021020095Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 11. júní 2021.

7.Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2020040564Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit unnið af sviðsstjóra fjársýslusviðs og Magnúsi Kristjánssyni hjá KPMG um greiðslur Akureyrarbæjar með rekstri ÖA á árunum 2012-2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.HGH verk ehf. - Lóð við Þingvallastræti lóðanr. 149789 og við Súluveg lóðanr. 149595

Málsnúmer 2015060134Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir og sjónarmið HGH ehf. eftir bókun bæjarráðs 25. mars sl.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 3. júní sl. og var afgreiðslu þá frestað og bæjarlögmanni falið að afla frekari gagna.

Ólafur Rúnar Ólafsson lögmaður og Hjörtur Narfason framkvæmdastjóri mættu á fund bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Ólafi Rúnari og Hirti fyrir komuna á fundinn.

Fundi slitið - kl. 10:12.