Bæjarráð

3714. fundur 28. janúar 2021 kl. 08:15 - 09:51 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

Málsnúmer 2020110775Vakta málsnúmer

Umfjöllun um tillögur um fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar hjá starfsfólki í dagvinnu hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir hér með niðurstöður samtals um skipulag vinnutíma dagvinnufólks hjá eftirtöldum:

Leikskólinn Tröllaborgir

Lautin

2.Verkfallslisti - auglýsing 2021

Málsnúmer 2021011319Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á lista yfir starfsmenn sveitarfélagsins sem ekki hafa verkfallsheimild skv. lögum um opinbera starfsmenn.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytinguna.

3.Verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar 2020

Málsnúmer 2020100490Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að framlengingu tímabundinna breytinga á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar. Tilgangur breytinganna er að auka sveigjanleika og stytta viðbragðstíma vegna ástands sem hefur skapast vegna COVID-19.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að tímabundnum breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar hjá Akureyrarbæ.

4.Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum

Málsnúmer 2021011564Vakta málsnúmer

Rætt um nýútkomna skýrslu utanríkisráðuneytisins, Samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum, og tækifæri sem í samstarfinu kunna að felast fyrir Akureyrarbæ.

Skýrsluna er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/01/21/Samstarf-Graenlands-og-Islands-a-nyjum-Nordurslodum/
Akureyrarbær hefur skapað sér nafn sem norðurslóðabær Íslands og hér hafa fjölmargar stofnanir sem vinna að norðurslóðamálum aðsetur. Ánægjulegt er að sjá þann áhuga á frekari samvinnu við nágrannaþjóð okkar Grænlendinga sem endurspeglast í skýrslunni. Bæjarráð telur mikil tækifæri fyrir Norðurland felast í þeim tillögum sem lagðar eru fram í skýrslunni og óskar eftir því við stjórn SSNE að taka málið upp. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að undirbúa fund með utanríkisráðherra um málið.

Bæjarráð vísar umræðu um skýrsluna til bæjarstjórnar.

5.Jaðarsíða 1 - fyrirspurn um lækkun gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2021011325Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. janúar 2021 frá Ívari Erni Leifssyni og Jöru Sól Guðjónsdóttur sem hafa áhuga á að kaupa lóðina Jaðarsíðu 1. Þau spyrja hvort Akureyrarbær sé viljugur til að lækka gatnagerðargjöld við Jaðarsíðu 1 vegna gríðarlegs kostnaðar sem er fyrirsjáanlegur við jarðvinnu á lóðinni.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssvið sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Gunnar Gíslason D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Var meint vanhæfi borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Gunnar vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en vísar til ákvæða um sérstaka lækkun vegna jarðvegsdýptar í reglum um gatnagerðargjöld. Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við bréfritara.

6.Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl.), 375. mál

Málsnúmer 2021011465Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. janúar 2021 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl.), 375. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0467.html

Fundi slitið - kl. 09:51.