Jaðarsíða 1 - fyrirspurn um lækkun gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2021011325

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3714. fundur - 28.01.2021

Erindi dagsett 20. janúar 2021 frá Ívari Erni Leifssyni og Jöru Sól Guðjónsdóttur sem hafa áhuga á að kaupa lóðina Jaðarsíðu 1. Þau spyrja hvort Akureyrarbær sé viljugur til að lækka gatnagerðargjöld við Jaðarsíðu 1 vegna gríðarlegs kostnaðar sem er fyrirsjáanlegur við jarðvinnu á lóðinni.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssvið sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Gunnar Gíslason D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Var meint vanhæfi borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Gunnar vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en vísar til ákvæða um sérstaka lækkun vegna jarðvegsdýptar í reglum um gatnagerðargjöld. Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við bréfritara.