Bæjarráð

3704. fundur 05. nóvember 2020 kl. 08:15 - 12:03 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Hjúkrunarheimili - nýbygging 2018-2022

Málsnúmer 2018120188Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um byggingu hjúkrunarheimilis á Akureyri.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusvið sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir drög að samningi um byggingu hjúkrunarheimilis á Akureyri með fimm samhljóða atkvæðum og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum, enda er tryggt með bókun í samningnum að sú skylda mun ekki hvíla á Akureyrarbæ að sjá um rekstur heimilisins.

3.Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020

Málsnúmer 2019090332Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að auglýsingu um breytingu á gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að breyting á gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Akureyrarbæ verði auglýst og vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Smáforrit fyrir þjónustu- og upplýsingagjöf

Málsnúmer 2019040495Vakta málsnúmer

Rætt um tímalínu og stöðu íbúapps.

Róbert Freyr Jónsson frá Stefnu kom á fund bæjarráðs til að kynna stöðuna.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn J. Reimarssson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Róberti Frey fyrir komuna á fundinn.

5.Afsláttur af leigu húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar til aðila í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2020050047Vakta málsnúmer

Rætt um tímabundinn afslátt af leigu húsnæðis.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn J. Reimarssson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útfæra afslátt af leigu húsnæðis á vegum Akureyrarbæjar vegna lokunar Listasafns og Amtsbókasafns í kjölfar sóttvarnaaðgerða.

6.Stjórnsýslusvið - starfsáætlun 2021

Málsnúmer 2020070391Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2021.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Félag grunnskólakennara - kjarasamningur 2020 - 2021

Málsnúmer 2020070407Vakta málsnúmer

Kynning á nýgerðum kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

8.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020020118Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. október 2020.

Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/

Fundi slitið - kl. 12:03.