Bæjarráð

3695. fundur 03. september 2020 kl. 08:15 - 09:33 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

1.Athugasemdir við samstarfssamninga Akureyrarbæjar við önnur sveitarfélög

Málsnúmer 2020080851Vakta málsnúmer

Bréf dagsett 24. ágúst 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kynntar eru niðurstöður yfirferðar ráðuneytisins á samstarfssamningum Akureyrarbæjar við önnur sveitarfélög.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að yfirfara samstarfssamningana og leggja tillögu að úrbótum fyrir bæjarráð.

2.Hafnarstræti 82 - bótakrafa vegna framkvæmda

Málsnúmer 2020050157Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. ágúst 2020:

Lagt fram að nýju erindi eiganda Hafnarstrætis 82 dagsett 6. maí 2020 þar sem farið er fram á skaðabætur vegna framkvæmda á aðliggjandi lóðum undanfarin ár. Var málið áður á dagskrá skipulagsráðs 27. maí 2020. Þá er jafnframt lagt fram minnisblað Ingu Þallar Þórgnýsdóttur bæjarlögmanns dagsett 21. ágúst 2020.

Skipulagsráð vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við bréfritara.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Rætt um gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.UMSA - viðaukar 2020

Málsnúmer 2020030080Vakta málsnúmer

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:

Lagðar fram beiðnir til bæjarráðs um viðauka vegna framkvæmda í Lundarskóla og flutnings hluta starfseminnar í Rósenborg og Íþróttahöll samtals 150 milljónir króna ásamt viðauka vegna framkvæmda Bílaklúbbs Akureyrar við ofanvatn innan og utan svæðis samtals 9,3 milljónir króna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samhljóða að óska eftir viðauka til bæjarráðs vegna framkvæmda í Lundarskóla að upphæð 150 milljónir króna.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir með fjórum atkvæðum að óska eftir viðauka til bæjarráðs vegna framkvæmda við ofanvatn innan og utan svæðis hjá Bílaklúbbi Akureyrar að upphæð 9,3 milljónir króna.

Unnar Jónsson S-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs um viðbótarfjárveitingu vegna Lundarskóla og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs um viðbótarfjárveitingu vegna framkvæmda Bílaklúbbs Akureyrar við ofanvatn innan og utan svæðis og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð.

5.Gatnamót Hörgár- og Hlíðarbrautar

Málsnúmer 2020080607Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:

Lögð fram opnun tilboða í verkið dagsett 6. ágúst 2020. Tvö tilboð bárust:







Finnur ehf.

kr. 63.510.010
101%

Nesbræður ehf.

kr. 49.637.300
79%









Kostnaðaráætlun
kr. 62.904.000


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Nesbræðra ehf. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum.

6.Sjafnargata, Hörgárbraut - stígar

Málsnúmer 2020080609Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2018:

Lögð fram opnun tilboða í verkið dagsett 6. ágúst 2020. Tvö tilboð bárust:







Finnur ehf.

kr. 32.466.660
76%

Nesbræður ehf.

kr. 28.594.800
67%







Kostnaðaráætlun
kr. 42.686.000


Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði Nesbræðra ehf. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum.

7.Jörvabyggð 14 - sala eignar

Málsnúmer 2020080610Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:

Lagt til að eignin verði sett í opinbert söluferli.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að setja húsið í opinbert söluferli með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum.

8.Sólvallagata 7 - sala

Málsnúmer 2020080611Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. ágúst 2020:

Lagt til að eignin verði sett í opinbert söluferli.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að setja húsið í opinbert söluferli með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:33.