Málsnúmer 2017120072Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 12. desember 2017:
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista óskaði eftir umræðu um "Í skugga valdsins #metoo" fyrir hönd allra kvennanna í bæjarstjórn.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn felur bæjarráði að skipa starfshóp sem útbýr viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Skal þessi áætlun vera unnin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórnmálaflokka á Akureyri. Eins skal þessi starfshópur yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa.
Bókunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.