Beiðni um kaup á íbúðum fyrir fólk með mikla þjónustuþörf

Málsnúmer 2017060138

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1256. fundur - 16.08.2017

Eigandi tveggja íbúða sem Akureyrarbær er með á leigu og leigir áfram til skjólstæðinga sem njóta umtalsverðs stuðnings hefur sagt leigusamningunum upp. Því liggur fyrir að finna þarf leigjendunum nýtt húsnæði fyrir 1. apríl 2018. Mat starfsmanna umhverfis- og mannvirkjasviðs og fjölskyldusviðs er að hagkvæmasta lausnin sé að kaupa íbúðir í stað þeirra sem leigðar eru í dag. Áætlað verð er 60 m.kr.
Velferðarráð óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði heimild til kaupa á tveimur íbúðum fyrir allt að 60 m.kr.

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

10. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Eigandi tveggja íbúða sem Akureyrarbær er með á leigu og leigir áfram til skjólstæðinga sem njóta umtalsverðs stuðnings hefur sagt leigusamningunum upp. Því liggur fyrir að finna þarf leigjendunum nýtt húsnæði fyrir 1. apríl 2018. Mat starfsmanna umhverfis- og mannvirkjasviðs og fjölskyldusviðs er að hagkvæmasta lausnin sé að kaupa íbúðir í stað þeirra sem leigðar eru í dag. Áætlað verð er 60 m.kr.

Velferðarráð óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði heimild til kaupa á tveimur íbúðum fyrir allt að 60 m.kr.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til kaupa á tveimur íbúðum fyrir allt að 60 m.kr. og að kostnaðurinn rúmist innan fjárheimilda ársins.