Skammtímavistun 2017-2018

Málsnúmer 2017060214

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1256. fundur - 16.08.2017

Lögð fram tillaga að lengdum opnunartíma Skammtímavistunar til að mæta fjölgun notenda og vaxandi þörf notenda fyrir þjónustuna. Í tillögunni er gert ráð fyrir ráðningu í 1,96 stg. þ.a. 0,55 stg. fagmanns sem tæki þátt í skipulagningu og gerð einstaklingsáætlana.

Áætlaður heildarkostnaður við fullnýtingu húsnæðis Skammtíma- og skólavistunar er um 18,2 m.kr. en á móti er reiknað með um 14,4 m.kr. framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna með miklar þjónustuþarfir sem færast á liðinn Skatttekjur í bókhaldi. Útgjaldaauki umfram tekjuauka er því um 3,9 m.kr. á ársgrundvelli.

Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að heimild til ráðningar starfsmanna verði veitt og að 18,2 m.kr. verði veitt til aukins reksturs Skammtíma- og skólavistunar (1025650) í fjárhagsáætlun ársins 2018.

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

12. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Lögð fram tillaga að lengdum opnunartíma Skammtímavistunar til að mæta fjölgun notenda og vaxandi þörf notenda fyrir þjónustuna. Í tillögunni er gert ráð fyrir ráðningu í 1,96 stg. þ.a. 0,55 stg. fagmanns sem tæki þátt í skipulagningu og gerð einstaklingsáætlana.

Áætlaður heildarkostnaður við fullnýtingu húsnæðis Skammtíma- og skólavistunar er um 18,2 m.kr. en á móti er reiknað með um 14,4 m.kr. framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna með miklar þjónustuþarfir sem færast á liðinn Skatttekjur í bókhaldi. Útgjaldaauki umfram tekjuauka er því um 3,9 m.kr. á ársgrundvelli.

Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að heimild til ráðningar starfsmanna verði veitt og að 18,2 m.kr. verði veitt til aukins reksturs Skammtíma- og skólavistunar (1025650) í fjárhagsáætlun ársins 2018.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.