Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 28. júní 2017:
Deiliskipulag hafnar- og miðsvæðis Hríseyjar var auglýst frá 22. febrúar með athugasemdafresti til 5. apríl 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, í versluninni í Hrísey og á heimasíðu skipulagssviðs.
Þrjár athugasemdir bárust:
1) Bjarni Thorarensen, dagsett 3. apríl 2017.
Gerð er athugasemd við að götunafni Sjávargötu 1 (Eyrúnarskúrs) sé breytt í Hafnargötu 4.
2) Umhverfis- og mannvirkjasvið, dagsett 1. apríl 2017.
Óskað er eftir að Hafnargata 1c verði skilgreind til móttöku og flokkunar á sorpi og að byggingarreitur verði gerður fyrir aðstöðuhús starfsmanns.
3) Hverfisráð Hríseyjar, dagsett 30. mars 2017.
Að mati hverfisráðs þyrfti að bæta við inn í deiliskipulagið sjósundsvæði, stækka geymslusvæði við ferjubryggju, bæta við göngustíg við Ægisgötu og malbika undir gáma í "Portinu".
Þrjár umsagnir bárust:
1) Norðurorka, dagsett 27. febrúar 2017.
Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýrri göngugötu norðan við svonefnt "Salthús" og húsum norðan við hana. Hér þarf að árétta sérstaklega um nauðsyn á flutningi fráveitu vegna nýrra byggingarreita við þessa göngugötu. Áður en að úthlutun lóða þarna kemur þarf bærinn því að semja um flutning lagna við Norðurorku eða leggja kvaðir á lóðirnar um kostnað við flutninginn. Fráveitulögn liggur í gegnum eina lóðina.
2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.
Engar þekktar fornleifar eru á skipulagssvæðinu. Athygli er þó vakin á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Þrjú hús eru friðuð á svæðinu og merkja þarf þau sérstaklega á deiliskipulagsuppdrættinum.
3) Hafnasamlag Norðurlands, dagsett 23. mars 2017.
Lagt er til að hafnarsvæðið verði skilgreint eins og á meðfylgjandi teikningu og að samræmi verði milli deiliskipulagsins og aðalskipulagstillögu.
Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 26. apríl 2017. Lögð er fram endurbætt tillaga að deiliskipulaginu þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna og athugasemdar. Einnig er lagt fram kostnaðarmat frá Norðurorku vegna færslu lagnar.
Svör við innkomnum athugasemdum:
1)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
2)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar og er heiti lóðarinnar nú Hafnargata 2.
3)Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
Svör við innkomnum umsögnum:
1) Gengið verður frá samkomulagi við Norðurorku áður en lóðinni verður úthlutað.
2) Húsin þrjú eru sérstaklega tilgreind í greinargerð og telst það vera fullnægjandi.
3) Athugasemdinni er vísað til vinnslu nýs aðalskipulags.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að uppfærða deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Hildur Friðriksdóttir V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Í upphafi fundar bauð varaformaður Halldóru Kristínu Hauksdóttur velkomna á hennar fyrsta fund í bæjarráði.