Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer
13. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 29. mars 2017:
Skipulagsnefnd samþykkti þann 11. maí 2016 að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Holtahverfis og svæðisins austan Krossanesbrautar. Lagt er til að stofnaður verði launaður vinnuhópur og er meðfylgjandi tillaga að umfangi og tímaáætlun.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og tilnefnir Tryggva Má Ingvarsson B-lista og Edward Hákon Huijbens V-lista í vinnuhópinn. Vísað er til bæjarráðs ósk um fjárveitingu fyrir vinnuhópinn.
Gunnar Gíslason D-lista boðaði forföll ásamt varamanni sínum.