Bæjarráð

3550. fundur 30. mars 2017 kl. 08:30 - 11:09 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2016

Málsnúmer 2016080102Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 21. mars 2017:

Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2017

Málsnúmer 2016080015Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 6. mars 2017:

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir breytingar sem verða á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 vegna stjórnsýslubreytinga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2017 vegna stjórnsýslubreytinga.

3.Fjárhagsáætlun 2017- velferðarráð

Málsnúmer 2016080074Vakta málsnúmer

10. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. mars 2017:

Lagt fram yfirlit um breytingu á fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs vegna flutnings skólaþjónustu til fræðslusviðs.

Velferðarráð samþykkir breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2017 vegna stjórnsýslubreytinga.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017 - viðauki

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 4.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 4 en frestar afgreiðslu á viðauka vegna vinnu við gæðastefnu og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Brú Lífeyrissjóður - breytingar á A-deild taka gildi 1. júní 2017

Málsnúmer 2017030313Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 21. mars 2017 frá Brú lífeyrissjóði varðandi breytingu á A deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútvars), 120. mál

Málsnúmer 2017030146Vakta málsnúmer

Bæjarráð tekur undir svohljóðandi bókun Hveragerðisbæjar frá 16. mars sl.:

"Bæjarráð varar við hugmyndum um afnám lágmarksútsvars og leggst gegn því að frumvarp um slíkt verði að lögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og fjöldi sveitarfélaga hafa varað við samþykkt sambærilegs frumvarps sem lagt var fram árið 2014.

Frumvarpið virðist ekki snúast um að efla tekjustofna sveitarfélaga eða innbyrðis skiptingu þeirra heldur snýst það um að ákveðinn hópur launamanna á Íslandi skuli hafa möguleika á að sleppa að miklu eða öllu leyti við að greiða útsvar af launatekjum sínum þegar það tekur ákvörðun um búsetu. Á Íslandi sem og á öðrum Norðurlöndum hefur verið sátt um þá afstöðu að allir launþegar skuli greiða ákveðinn hluta af launum til samfélagslegra verkefna, skiptir þá fjárhagsleg staða viðkomandi sveitarfélags ekki máli.

Bæjarráð gerir orð Sambandsins frá 2014 að sínum þar sem segir m.a. "Þar sem fámenn sveitarfélög hafa miklar tekjur af álagningu fasteignaskatts gætu þær aðstæður skapast að þau gætu lækkað álagningarhlutfall útsvars verulega eða jafnvel niður í 0% ef lágmarksútsvar yrði afnumið með öllu. Það myndi skapa möguleika á innlendum skattaparadísum og tilheyrandi "gervibúsetu" með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. íbúar þessara sveitarfélaga myndu því sleppa að miklu eða öllu leyti við að greiða útsvar af launatekjum sínum óháð upphæð launa."

Bæjarráð bendir á að ef frumvarp sem þetta ætti að verða að lögum yrði samhliða að gera gagngerar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til að komið verði í veg fyrir að sveitarfélög sem í dag hýsa til dæmis stöðvarhús vatnsaflsvirkjana eða stórar ríkisstofnanir gætu hyglað íbúum sínum fjárhagslega á grundvelli tekna sem þessi mannvirki veita.

Bæjarráð telur að afnám lágmarksútsvars brjóti gegn anda þess jafnræðis sem við sem þjóð viljum að ríki í okkar samfélagi og því leggst bæjarráð eindregið gegn samþykkt frumvarpsins."

7.Fóðurverksmiðjan Laxá hf - aðalfundur 2017

Málsnúmer 2017030531Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 24. mars 2017 frá rekstrarstjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf þar sem boðað er til aðalfundar mánudaginn 3. apríl 2017 í Stássinu/Greifanum og hefst hann kl. 14:30.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

8.CNARC - boð um þátttöku í hringborðsumræðum í tengslum við 5. kínversku - norrænu ráðstefnuna um samvinnu á heimskautasvæðum

Málsnúmer 2017030560Vakta málsnúmer

Lagt fram boð dagsett 25. mars 2017 frá CNARC kínversk - norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni þar sem fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið að taka þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar sem haldin verður í Dalian í Kína 24. - 26. maí næstkomandi í tengslum við 5. kínversk - norrænu ráðstefnuna um samvinnu á heimskautasvæðum.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði.

9.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 106. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 23. mars 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til skipulagssviðs, 2. lið til fræðslusviðs, 3. lið a) til bæjarstjóra, 3. lið b), c) og d) til umhverfis- og mannvirkjaráðs, 4. og 5. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

10.Hjallastefnan ehf - samningur 2017-2022

Málsnúmer 2010090049Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 20. mars 2017:

Endurnýjun samnings við Hjallastefnuna ehf vegna reksturs á Hólmasól.

Framlengdur samningur við Hjallastefnuna mun gilda til næstu fimm ára frá undirritun. Fræðsluráð samþykkir drög að samningnum og felur fræðslusviði að ganga frá honum fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Akureyrarbæjar.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl. 10:45.

Fundi slitið - kl. 11:09.