Bæjarráð

3512. fundur 30. júní 2016 kl. 08:30 - 11:12 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Myndlistaskólinn á Akureyri

Málsnúmer 2016020216Vakta málsnúmer

Umræður um Myndlistaskólann á Akureyri.

Helgi Vilberg skólastjóri Myndlistaskólans mætti á fundinn.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2016

Málsnúmer 2016040185Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til maí 2016.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Vestursíða 8 a-b og Núpasíða 2 - lóðarskerðingar vegna skipulags

Málsnúmer 2016050287Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 30. maí 2016 er varðar bætur vegna skerðingar á lóðum vegna hringtorgs.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir bætur til íbúa í samræmi við skerðingu lóðar og felur fjármálastjóra að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum.

4.Vinabæir og erlend samskipti - Murmansk

Málsnúmer 2014090064Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi móttekið 10. júní 2016 þar sem þremur fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið á 100 ára afmælishátið Murmanskborgar sem haldin verður dagana 9.-11. september nk. í Murmansk.
Bæjarráð samþykkir að þiggja boðið.

5.Fimleikasamband Íslands - beiðni um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla og um gistingu í Giljaskóla 2016

Málsnúmer 2016060146Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 23. júní 2016 frá Fimleikasambandi Íslands þar sem þess er farið á leit að landsliðum í hópfimleikum sé veitt heimild til æfinga í íþróttahúsi Giljaskóla og gistingar í Giljaskóla frá miðvikudeginum 6. júlí til sunnudagsins 10. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir beiðni Fimleikasambands Íslands um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla og gistingu í Giljaskóla. Kostnaður vegna gistingar færist af styrkveitingum bæjarráðs.

6.Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál

Málsnúmer 2016060089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. júní 2016 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. júlí 2016 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/1285.html

Fundi slitið - kl. 11:12.