Málsnúmer 2016040009Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 5. apríl 2016:
Kynnt tillaga að breytingum á greiðslu tímabundinna viðbótarlauna (TV eininga) vegna markaðsaðstæðna.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð, í kjölfar nýgerðra kjarasamninga, að felldar verði úr gildi fyrri samþykktir frá árinu 2006 til 2016 með síðari breytingum um úthlutun tímabundinna viðbótarlauna vegna markaðsaðstæðna við nýráðningar. Frá 1. apríl 2016 verði því í engum tilfellum greidd tímabundin viðbótarlaun til starfsmanna sem ráðnir verða til starfa hjá Akureyrarbæ.
Um greiðslu eftirstöðva tímabundinna viðbótarlauna vegna markaðsaðstæðna til þeirra sem fengu þeim úthlutað fyrir 1. apríl 2016 og eiga rétt á greiðslu eftirstöðva tímabundinna viðbótarlauna samkvæmt sólarlagi í kjarasamningi aðila halda þeim í samræmi við sérákvæði kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við Dýralæknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands og Félagsráðgjafafélag Íslands.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.