4. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 5. apríl 2016:
Lögð fram tillaga þess efnis að eftir úthlutun vorið 2016 á tímabundnum viðbótarlaunum vegna verkefna og hæfni verði úthlutun hætt hjá Akureyrarbæ og núgildandi reglur um úthlutun sem samþykktar voru í bæjarráði 14. febrúar 2014 felldar úr gildi.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð, í kjölfar nýgerðra kjarasamninga, að úthlutun tímabundinna viðbótarlauna vegna verkefna og hæfni vorið 2016 sem tekin verður til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar verði síðasta úthlutun Akureyrarbæjar á tímabundnum viðbótarlaunum vegna verkefna og hæfni.
Kjarasamninganefnd leggur jafnframt til við bæjaráð að reglur Akureyrarbæjar dagsettar 14. febrúar 2014 um úthlutun tímabundinna viðbótarlauna vegna verkefna og hæfni verði felldar úr gildi að þeirri úthlutun lokinni.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Kjarasamninganefnd leggur jafnframt til við bæjaráð að reglur Akureyrarbæjar dagsett 14. febrúar 2014 um úthlutun tímabundinna viðbótarlauna vegna verkefna og hæfni verði felldar úr gildi að þeirri úthlutun lokinni.