Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

492. fundur 14. maí 2014 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson sækir um f.h. Lf3 ehf., kt. 460207-1260, breytingar á nýtingu vesturhluta fyrstu hæðar Hafnarstrætis 102. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri hafnar uppsetningu á glugga til suðurs og frestar afgreiðslu að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Hafnarstræti 95 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2014050033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, og Fasteigna Ríkissjóðs, kt. 690981-0259, sækir um leyfi fyrir skilti á hús nr. 95 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er teikning af skiltinu.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Óseyri 1a - umsókn um stöðuleyfi sumarhúss

Málsnúmer 2011090094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2014 þar sem Rögnvaldur Harðarson óskar f.h. byggjenda eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir sumarhús í byggingu sem stendur á lóð nr. 1a við Óseyri.
Skipulagsstjóri samþykkir að framlengja stöðuleyfi til 15. ágúst 2014.

4.Rauðamýri 6 - umsókn um stækkun á bílastæði

Málsnúmer 2014050021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2014 þar sem Guðrún Siglaugsdóttir sækir um stækkun á bílastæði við Rauðumýri 6. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri samþykkir stækkun í 7,5 metra að breidd. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

 


5.Tjarnartún 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013060181Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2014 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Tjarnartúni 29. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Gleráreyrar 1 - umsókn um leyfi til að innrétta gistiheimili á 2. hæð og byggja nýtt stigahús

Málsnúmer 2013100283Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2013 þar sem Aðalsteinn Snorrason f.h. SMI ehf., kt. 470296-2249, sækir um leyfi til að innrétta hótel á 2. hæð ásamt byggingu nýs stiga-lyftuhúss við hús nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru gátlisti, byggingarlýsing, brunavarnir og teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Erindinu var frestað og athugasemdir gerðar við teikningar á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 4. nóvember 2013.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem leiðréttar teikningar hafa ekki borist embættinu frá því að athugasemdir voru gerðar í nóvember 2013.

7.Austursíða 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014040046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2014 þar sem Ragnar Birgisson f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um breytingar innanhúss í Austursíðu 2. Meðfylgjandi er teikning eftir Ragnar Birgisson. Innkomnar teikningar og gátlisti 12. maí 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.


8.Strandgata 3 - umsókn um merkingar í glugga

Málsnúmer 2014050053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2014 þar sem Jóna Jónsdóttir f.h. Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, kt. 580190-2519, sækir um leyfi fyrir 16 m² merkingum í glugga á Strandgötu 3 vegna sveitarstjórnarkosninga 2014.
Meðfylgjandi er mynd af merkingum og samþykki eigenda eignarinnar.

Skipulagsstjóri samþykkir tímabundna uppsetningu á merkingunum til 10. júní 2014.

9.Ráðhústorg 5 - umsókn um merkingar í glugga

Málsnúmer 2014050054Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2014 þar sem Helga Mjöll Oddsdóttir f.h. L-listans, kt. 580402-2080, sækir um leyfi fyrir 13 m² merkingum í glugga á Ráðhústorgi 5 vegna sveitarstjórnarkosninga 2014.
Meðfylgjandi er mynd af merkingum og samþykki eigenda eignarinnar.

Skipulagsstjóri samþykkir tímabundna uppsetningu á merkingunum til 10. júní 2014.

10.Hafnarstræti 97 - umsókn um merkingar í glugga

Málsnúmer 2014050055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2014 þar sem Mínerva B. Sverrisdóttir f.h. Framsóknarflokksins, kt. 521081-0159, sækir um leyfi fyrir 8 m² merkingum í gluggum á Hafnarstræti 97 vegna sveitarstjórnarkosninga 2014.
Meðfylgjandi er mynd af merkingum og samþykki eigenda eignarinnar.

Skipulagsstjóri samþykkir tímabundna uppsetningu á merkingunum til 10. júní 2014.

11.Glerárgata 32 - umsókn um merkingar í glugga

Málsnúmer 2014050064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. maí 2014 þar sem Sigurjón Jónsson f.h. Bjartrar Framtíðar, kt. 440214-1500, sækir um leyfi fyrir 24 m² merkingum í glugga við Glerárgötu 32 vegna sveitarstjórnarkosninga 2014. Einnig er sótt um uppsetningu 28 m² umhverfismynda á glugga jarðhæðar. Meðfylgjandi eru mynd af merkingum og samþykki eigenda eignarinnar.

Skipulagsstjóri samþykkir tímabundna uppsetningu á merkingunum til 10. júní 2014. Ekki er tekin afstaða til umsóknar um umhverfismyndir þar sem þær falla utan samþykktar um skilti, enda eru engar upplýsingar um frambjóðendur eða auglýsingatexti á innsendri ljósmynd með umsókn.

12.Hafnarstræti 102 - umsókn um merkingar í glugga

Málsnúmer 2014050066Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Samfylkingarinnar, kt. 510102-2660, sækir um leyfi fyrir 7,5 m² merkingum í gluggum á Hafnarstræti 102 vegna sveitarstjórnarkosninga 2014. Meðfylgjandi eru myndir af merkingum og samþykki eigenda eignarinnar.

Skipulagsstjóri samþykkir tímabundna uppsetningu á merkingunum til 10. júní 2014.

13.Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014040045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2014 þar sem Centrum ehf., kt. 490212-0430, sækir um breytingar innanhúss á 2. hæð í Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hjört Pálsson. Innkomnar teikningar og gátlisti 13. maí 2014.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

14.Gleráreyrar 3 (Dalsbraut 1 L-M) - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2013100248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Línhússins ehf., kt.450195-2009, og BKF ehf., kt. 590813-0790, sækja um breytingar á húsi nr. 1 við Dalsbraut. Meðfylgjandi er teikning eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar teikningar 14. maí 2014 eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

15.Kotárgerði 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050071Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. maí 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Margrétar Jónsdóttur sækir um breytingar á núgildandi teikningum og að húsið verði skráð sem ein eign.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

16.Torfunefsbryggja - umsókn um staðsetningu gámaaðstöðuhúss

Málsnúmer 2013040269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. apríl 2013 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Ambassador ehf., kt. 5510092-2620, sækir um leyfi til þess að staðsetja bráðabirgðahús við Torfunesbryggju.
Stöðuleyfið var veitt til 20. september 2013.
Skipulagsstjóri bendir umsækjanda á að láðst hefur að sækja um framlenginu á stöðuleyfinu og að sækja þarf um endurnýjun á leyfinu eða fjarlægja húsið/gáminn að öðrum kosti fyrir 1. júní 2014.

Fundi slitið - kl. 14:20.