Málsnúmer 2012030065Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 12. nóvember 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga, kt. 490398-2519, óskar eftir breytingum á áður samþykktum teikningum á lóð nr. 6-12 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h. varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14 m2 herbergi.
4. Gr. 8.5.2. Gler.
5. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. Gr. 13.2.1. til 13.3.3 Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.