Erindi dagsett 2. júlí 2012 þar sem Árni Traustason f.h. Gísla Einars Árnasonar sækir um byggingarleyfi fyrir ýmsum breytingum innanhúss og að breyta gluggum á norðurhlið hússins að Stóragerði 17. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Traustason. Innkomnar teikningar og gátlisti 15. nóvember 2012.
Einnig er óskað eftir undanþágu frá byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1. 6.1.3. Krafa um algilda hönnun, liður h.
2. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. 6.4.4. Algild hönnun.
4. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
5. 7. kafli. Útisvæði og mannvirki.
6. 8. kafli. Burðarþol og stöðugleiki.
7. 9. kafli. Varnir gegn eldsvoða.
8. 10. kafli. Hollusta heilsa og umhverfi.
9. 11. kafli. Hljóðvist.
10. 12. kafli. Öryggi við notkun.
11. 13.2 kafli. Heildarorkuþörf, ákvörðun U-gilda og heildarleiðnitap.
12. 13.3 kafli. Mesta leiðnitap byggingarhluta.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.