Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

396. fundur 09. maí 2012 kl. 13:00 - 13:50 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Daggarlundur 16 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012040090Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Hjörvars Valdimarssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 16 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er sótt um undanþágu frá nýrri byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 8.5.2. Gler.
4. Gr. 10.5.3. Varnir vegna úrkomu.
5. Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Innkomnar nýjar teikningar 4. maí 2012. Jafnframt er sótt um takmarkað byggingarleyfi til að grafa út fyrir húsinu, steypa sökkla og leggja frárennslislagnir.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Daggarlundur 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012050036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Lilju Filipusdóttur og Vagns Kristjánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 18 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er sótt um undanþágu frá nýrri byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun lið h. vaðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14m2 herbergi.
4. Gr. 8.5.2. Gler.
5. Gr. 13.2.1. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

3.Goðanes 4 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2012050033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2012 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson sækir um stöðuleyfi til að byggja tvö sumarhús á lóðinni við Goðanes 4. Meðfylgjandi er afstöðumynd og samþykki eigenda hússins.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir byggingu sumarhúsa á Goðanesi 4 og afnot af svæði utan lóðar við Goðanes 4 til eins árs. Öll ummerki vegna malarpúða skulu fjarlægð að verki loknu.

4.Hafnarstræti 102 - 2. hæð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingar

Málsnúmer 2012050047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2012 þar sem Sveinn Fannar Ármannsson f.h. Centrum ehf., kt. 490212-0430, sækir um leyfi til að setja upp veggi og sturtur til að breyta rýmum á 2. hæð í bakpokagistingu að Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi er grunnmynd.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

5.Höfðahlíð 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hurð og tröppum

Málsnúmer 2012040077Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hermanns Óskarssonar sækir um leyfi til að gera nýja aðkomu að neðri hæð hússins að Höfðahlíð 8 og steypa nýjar útitröppur þar fyrir framan. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomin ný teikning 7. maí 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Víðilundur 2-4-6 - umsókn um stækkun á bílastæði.

Málsnúmer 2012050056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. maí 2012 þar sem Björgvin Smári Jónsson og Ólafur Larsen f.h. húsfélaga að Víðilundi 2-4-6, kt. 581191-1119, sækja um að stækka bílastæði við blokkina að Víðilundi 2-4-6. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri samþykkir stækkun sem nemur þrem stæðum eða 7,5 metrum þannig að 2,5 metrar verði áfram frítt svæði til að hindra ekki útsýni ökumanna að gangstétt.

7.Sómatún 19-27 - (áður 23-31) umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012050053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hlaða byggingarfélags ehf., kt. 540104-2390, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 19-27 við Sómatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

8.Hlíðarfjallsvegur - 215098 - skrifstofur úr gámaeiningum

Málsnúmer 2012030120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2012 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, sækir um byggingarleyfi fyrir skrifstofuhúsi á iðnaðarsvæði við Hlíðarfjallsveg lnr. 215098. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Bjarna Reykjalín.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

9.Frostagata 4c - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2012050058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2012 þar sem Árni Grant sækir um stöðuleyfi fyrir gám á lóð nr. 4c við Frostagötu.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir upplýsingum um staðsetningu og umfang gáms á lóðinni.

10.Dvergagil 36 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012010247Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2012 þar sem Bjarni Hallgrímsson sækir um stækkun lóðar sinnar að Dvergagili 36 í samræmi við núgildandi deiliskipulag Giljahvefis eins og fram kemur á meðfylgjandi lóðarblaði.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að útbúa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði.  

Fundi slitið - kl. 13:50.